Við afhentum Bjössa ehf nýjan MAN TGS 35.510 á dögunum. Bíllinn er með KH Kipper palli og er verklegur í alla staði. Kraftur óskar Bjössa ehf til hamingju með nýja bílinn!
Nýr TGS: Hlíðarkot
Á dögunum fékk Hlíðarkot afhentan nýjan MAN TGS 35.510 með palli frá KH Kipper. Við óskum þeim til lukku með nýja gripinn!
Nýr TGX: BB og synir
Á dögunum afhentum við BB og sonum ehf nýjan MAN TGX 26.640 og eins og myndirnar sýna, þá er um að ræða verulega flottan bíl. Svartir ljósabogar frá Metec prýða bílinn og kemur svarti liturinn einkar vel út með Aquarius Blue litnum á bílnum. Þessi bíll fær verðskuldaða athygli hvert sem hann fer. Jóhann Pétursson afhenti Sævari Inga Benediktsyni og …
Nýr TGS: Steinketill
Nýverið afhentum við Steinkatli nýjan MAN TGS 35.510 8×4 Verklegur bíll í alla staði, með palli frá Istrail. Við óskum Eggerti til hamingju með bílinn!
Nýr TGX: Vörumiðlun
Í haust afhentum við Vörumiðlun nýjan MAN TGX 26.580. Bíllinn er hinn laglegasti í alla staði, en svartir ljósabogar á topp, stuðara og á hliðum gera hann virkilega flottan. Auk þess settum við á hann hliðarsett, LED kastara, nafkoppa og felguhringi, hettur á felgurær, bláa lista í framstuðara og fleira. Einnig voru nokkrir hlutir á honum samlitaðir, t.d. loftrist, listi …
Lás ehf fær MAN TGS
Í gær afhentum við Lás ehf nýlegan MAN TGS 35.510 með Istrail sturtupalli. Bíllinn er verklegur og vel útbúinn. Við óskum þeim til lukku með bílinn!
Nýr TGX: JOS flutningar ehf.
Í gær, fimmtudaginn 11. nóvember, afhentum við JOS flutningum ehf. nýjan MAN TGX 26.580 Individual sem er hlaðinn aukabúnaði. Bíllinn er með MAN Individual pakkanum, en í honum er meðal annars stór ljósabogi á topp, önnur gerð af sólskyggni, snúningssæti farþegamegin, sjónvarp, hillueining í stað efri koju en í henni er örbylgjuofn og kaffikanna auk myndar af ljóni á hliðum …
Nýr TGS: Sólberg og CO ehf
Nýlega afhentum við Sólbergi nýjan MAN TGS 26.510 6X6 BLS í fallegum bláum lit. Jóhann Pétursson, sölumaður, og Björn Erlingsson, framkvæmdastjóri, afhentu bílinn. Við óskum Sólbergi til hamingju með nýja bílinn!
Nýr TGX: Íslandsfrakt
Á föstudaginn afhentum við Jóhanni Ólasyni í Íslandsfrakt nýjan og fullhlaðinn MAN TGX 26.580 Individual – þessi er svo gott sem með öllu sem hugsast getur og að okkar mati, sá flottasti! Sigþór Gíslason er bílstjóri bílsins. Bíllinn er með MAN Individual pakkanum, en í honum er meðal annars stór ljósabogi á topp, önnur gerð af sólskyggni, snúningssæti farþegamegin, sjónvarp, …