Um okkur

Árið 1966 var Kraftur hf. stofnað í þeim tilgangi að flytja inn og þjónusta MAN vörubifreiðar og rútur.  Allt frá upphafi þóttu MAN vörubílarnir vera sterkir og endingargóðir

Starfsemi fyrirtækisins fyrstu áratugina snerist eingöngu um sölu á MAN vörubílum en smátt og smátt hefur bæst í vöruúrvalið og hefur Kraftur núna söluumboð fyrir nokkra stærstu og þekktustu framleiðendur á sínu sviði.  Má þar nefna t.d. Bucher-Schörling, sem er einn virtasti framleiðandi heims á götusópum.  Til skamms tíma framleiddi Bucher-Schörling einnig snjóblásara og flugbrautasópa, sem hvoru tveggja hefur um árabil verið í notkun hjá Flugmálastjórn/ÍSAVIA.  Fyrir nokkrum misserum seldi Bucher-Schörling hins vegar þá deild fyrirtækisins, sem framleiddi tæki til vetrarþjónustu, til ZAUGG AG. í Sviss, sem haldið hefur um framleiðsluna síðan.  Nánast frá upphafi hefur Kraftur boðið upp á vörubílspalla, vagna og sturtudælur frá hinum þekkta Þýska framleiðanda Meiller, sem eru þekktir fyrir framúrskarandi gæði og endingu.

Kraftur starfrækir þjónustuverkstæði  og varahlutaverslun á Vagnhöfða 1-3 í Reykjavík í rúmlega 2.000 fermetra húsnæði.

Starfsmenn Krafts búa yfir mikilli þekkingu og reynslu og hafa margir hverjir starfað hjá fyrirtækinu í áratugi.  Það er þeirri reynslu að þakka að í dag er einn af hverjum fjórum vörubílum, sem nýskráður er á Íslandi frá MAN.

Hafðu samband

    Nafn *

    Netfang *

    Sími

    Erindi *

    Fylla þarf út reiti merkta með *