Nýr TGX: JOS flutningar ehf.

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Í gær, fimmtudaginn 11. nóvember, afhentum við JOS flutningum ehf. nýjan MAN TGX 26.580 Individual sem er hlaðinn aukabúnaði.

Bíllinn er með MAN Individual pakkanum, en í honum er meðal annars stór ljósabogi á topp, önnur gerð af sólskyggni, snúningssæti farþegamegin, sjónvarp, hillueining í stað efri koju en í henni er örbylgjuofn og kaffikanna auk myndar af ljóni á hliðum bílsins. Á bílinn var einnig sett hliðarsett, rauðir Individual S listar í framstuðara, Individual Lion S carbon fiber útlit á spegla og stuðara..

Auk þess settum við ljósaboga á framstuðara með fjórum kösturum, undir- og hliðarboga, bakboga með vinnuljósum í, bakkmyndavél, felguhringi að framan og nafhatta að aftan, en svona mætti lengi telja.

Jóhann Pétursson, sölumaður, afhenti Jóni Kristberg Magnússyni, bílinn.

Við óskum JOS til hamingju með bílinn! Myndir segja meira en þúsund orð og það á vel við hér.

 

Jóhann Pétursson, sölumaður og Jón Kristberg Magnússon. Með þeim er Óliver, sonur Jóns.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *