Varahlutir

 

Kraftur áskilur sér eftirfarandi atriði hvað varðar kaup og skil á varahlutum.

 

Vörukaup:

Ef vara er ekki sótt innan viku eftir pöntun, áskilur Kraftur sér rétt til að selja vöruna án eftirmála, nema um lengri tíma sé samið.

Þegar kemur að pöntunum á varahlutum sem ekki eru til, gerum við greinarmun á því hversu mikilvæg varan er:
– Hlutir sem VALDA stöðvun tækis fara í hraðpöntun (3-4 virkir dagar að jafnaði).
– Hlutir sem EKKI valda stöðvun tækis fara í lagerpöntun (10-14 dagar að jafnaði).

Ákveðna hluti er ekki hægt að panta í hraðpöntun og fara því sjálfkrafa í lagerpöntun (gólfmottur, stuðarahorn til dæmis). Einnig eru vissir hlutir sem ekki er hægt að taka með venjulegri lagerpöntun vegna stærðar (toppar til dæmis). Þeir fara í sjópöntun (4-6 vikur).

Við pöntun á uppgerðum varahlut, skal hafa skilmála uppgerðra hluta í huga: Hafið samband við verslun vegna þeirra.

 

Vöruskil:

Við vöruskil dregst frá 10% umsýslugjald af upphaflegu söluverði.

Vörum eldri en 14 daga fæst ekki skilað.

Rafmagnsvörur eru ekki teknar til baka.

Sérpöntuðum vörum fæst ekki skilað, nema um lagervöru sé að ræða sem ekki var til þegar upphaflega var pantað.

Móttöku er hafnað á skilavöru, ef umbúðir eru illa farnar og/eða hluturinn beri merki notkunar og/eða skemmda og þegar ofangreind atriði eiga við.