Í haust afhentum við Vörumiðlun nýjan MAN TGX 26.580.
Bíllinn er hinn laglegasti í alla staði, en svartir ljósabogar á topp, stuðara og á hliðum gera hann virkilega flottan.
Auk þess settum við á hann hliðarsett, LED kastara, nafkoppa og felguhringi, hettur á felgurær, bláa lista í framstuðara og fleira. Einnig voru nokkrir hlutir á honum samlitaðir, t.d. loftrist, listi undir framrúðu og fleira.
Við óskum Vörumiðlun og Pétri, bílstjóra, til lukku með þennan gríðarlega flotta bíl – að okkar mati einn af þeim allra flottustu hér á landi.