MAN Group er leiðandi fyrirtæki í Evrópu á sviði atvinnubíla, véla og vélaverkfræði. Fyrirtækið veltir árlega um 15,8 milljörðum evra og eru starfsmenn um það bil 54.300 um heim allan. MAN er framleiðandi á vörubílum, rútum, diesel vélum, túrbínum og tilbúnum raforkuverum, og hafa allar deildir leiðandi markaðsstöðu. MAN framleiðir vörubíla í stærðum frá 7,5 tonn í heildarþunga upp í 48 tonna heildarþunga. MAN er einnig einn stærsti framleiðandi í Evrópu á strætisvögnum og rútum.
MAN Group hefur að leiðarljósi að skapa ramma fyrir ábyrga háttsemi af hálfu allra starfsmanna MAN.
Hægt er að rekja sögu fyrirtækisins meira en 250 ár aftur í tímann, en árið 1758 var fyrirtækið St. Antony stofnað, sem síðar varð að því sem heitir MAN í dag.
Seint á 19. öld smíðaði Rudolf Diesel í samvinnu við Maschinen Fabrik AG., forvera MAN, fyrstu diesel vélina.
Á heimasíðu MAN er að finna frekari upplýsingar og myndir.