Kraftur hf

Kraftur hf. hefur í yfir 50 ár verið umboðsaðili fyrir MAN á Íslandi og höfum við upp á að bjóða mikið úrval af vörubílum og rútum. MAN hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt við Íslenskar aðstæður, enda verið með söluhæstu vörubílum á Íslandi um árabil.

Við bjóðum einnig upp á götusópa í ýmsum stærðum frá Bucher Municipal, einum þekktasta framleiðanda á þessu sviði. Þá hefur fyrirtækið söluumboð fyrir ZAUGG Ag., sem framleiða m.a. snjóblásara, flugbrautasópa og snjóplóga. Kraftur hf. hefur, um áratugaskeið, boðið upp á vörubílapalla, vagna og sturtudælur frá MEILLER, sem og glussakerfi frá Hyva. Við bjóðum einnig upp á ljósaboga frá Metec, myndavélakerfi frá Orlaco og driflínuhluti frá ZF.