Skilmálar varðandi tveggja ára ábyrgð hjá Krafti.
Frá og með 1. Júní 2017 býður Kraftur hf. tveggja ára ábyrgð á „original“ MAN varahlutum sem og vinnu við að setja þá í. Þetta á hins vegar einungis við um vinnu, sem framkvæmd hefur verið á verkstæði Krafts og af starfsmönnum þess. Ábyrgð þessi nær einungis til hugsanlegs galla en ekki til eðlilegs slits eða skemmda, sem kunna að verða á viðkomandi varahlut. Ábyrgð fellur líka niður ef um skemmdir vegna vanrækslu að hálfu umráðaaðila bílsins er að ræða.
Allir varahlutir, sem skipt er um og falla undir ábyrgð þessa verða eign Krafts hf.