Nýr TGX: Vörumiðlun

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Í dag tók Vörumiðlun við nýjum MAN TGX 26.580 PerformanceLine og veitti Elvar Bjarki bílnum móttöku. Er þetta annar nýi MAN TGX sem Elvar tekur við fyrir hönd Vörumiðlunar. PerformanceLine útlitspakkinn inniheldur til dæmis blá sætisbelti, bláa sauma í sætum og stýrishjóli, bláar gardínu og bláa skrautlista í mælaborði og hurðaspjöldum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur Elvar …

Nýr TGX: Vörumiðlun

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Vörumiðlun fengu á dögunum afhentan nýjan MAN TGX 26.580 PerformanceLine. Erlingur Örn Karlsson afhenti Jóni Gauta Gautasyni hjá Vörumiðlun, bílinn. Bíllinn er vel útbúinn, en í honum eru t.d. PerformanceLine leðursæti og leðurstýri, en MAN-ljónið er þrykkt í höfuðpúðana og eru bæði sæti og stýri með bláum saumum. Bláir tónar eru víða um ökumannsrými bílsins, svo sem blá öryggisbelti og …

Nýr TGX: S.V. Bílar

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Nýverið tóku S.V. Bílar við einum flottasta MAN sem komið hefur á götuna, MAN TGX 26.580 PerformanceLine. Bíllinn er gríðarlega vel útbúinn, svo sem leðursætum, myndavélakerfi, þar með talið nýrri hliðarmyndavél sem sýnir blindhorn bílsins en með henni er skjár ofan á mælaborði farþegamegin, kælihólfi og margt fleira. Fyrir ofan koju er aukið geymslulpláss en þar er einnig örbylgjuofn, kaffivél …

Nýr TGX: Matfugl hf

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Í dag afhentum við Matfugli hf nýjan MAN TGX 26.580. Bíllinn er sérstakur að því leyti að í stað koju er fjögurra manna bekkur fyrir aftan ökumannssæti og farþegasæti, því samtals sæti fyrir 5 auk bílstjóra. Yfirbygging og vagn er frá Van Ravenhorst í Hollandi Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, afhenti Rósmundi Sævarssyni hjá Matfugli bílinn og við óskum Matfugli til …

Nýr TGM: Bananar ehf

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Í dag fengu Bananar ehf nýjan MAN TGM 15.290 afhentan. Bíllinn er með vörukassa frá Igloocar í Póllandi. Er þetta annar MAN bíllinn sem Bananar ehf fá afhentan á síðasta árinu. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, afhenti Guðmundi Aðalsteinssyni hjá Banönum, bílinn. Við óskum Banönum ehf til lukku með bílinn!    

Nýr TGX: Malbikunarstöðin Höfði

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Í dag afhentum við Malbikunarstöðinni Höfða nýjan MAN TGX 35.580 með Sörling Goldstar palli. Jóhann Pétursson og Erlingur Örn Karlsson, sölumenn, afhentu Halldóri Torfasyni og Sveinbirni Haukssyni, bílinn. Við óskum Malbikunarstöðinni Höfða til hamingju með nýja bílinn! Jóhann Pétursson og Halldór Torfason   Jóhann, Sveinbjörn Hauksson og Halldór