MAN Lion’s City E vinnur iF gullverðlaun 2020

Margverðlaunuð hönnun: MAN Lion’s City E vinnur iF gullverðlaun 2020 Og sigurvegarinn er … MAN Lion’s City E! Borgarstrætó, sem er algerlega rafknúinn, hlotnaðist iF gullverðlaunin í flokknum „Bifreið / farartæki / hjól“ af hönnunardómnefnd iF International Forum. Hönnunarteymi strætisvagna hjá MAN hefur nú unnið iF hönnunarverðlaun í fimmta árið í röð. 78 alþjóðlegir hönnunarfræðingar frá meira en 20 löndum …

Nýr TGS: Vinnuvélar Símonar

Í dag afhentum við Vinnuvélum Símonar, Skagafirði, gríðarlega flottan MAN TGS 33.510 í Nightfire Red lit. Bíllinn er með glussakerfi, útbúinn fyrir snjómokstur og þar að auki vel búinn ljósabúnaði. Bíllinn er hlaðinn búnaði að innan sem utan og það má með sönnu segja að þetta sé einn glæsilegasti MAN TGS á götunum. Jóhann Pétursson, sölumaður, afhenti Rúnari Símonarsyni bílinn. …

Nýr TGS: Vélamiðstöð

Vélamiðstöð ehf fengu afhentan nýjan MAN TGS 26.360 6X2 LL á dögunum. Bíllinn er sérútbúinn fyrir sorphirðu. Bíllinn er með bekk í stað koju og því pláss fyrir samtals 5 farþega, auk ökumanns. Búnaður frá Norba er á bílnum. Grímur Fannar Eiríksson afhenti Bjarna Birgissyni bílinn og óskum við Vélamiðstöðinni til hamingju með bílinn!   Grímur Fannar Eiríksson, sölumaður hjá …

Myndir: Ný MAN kynslóð

Nú er loksins búið að svipta hulunni af nýju kynslóð MAN vörubifreiða. Bílarnir voru frumsýndir í Bilbao á Spáni, mánudaginn 10. febrúar 2020. Breytingarnar eru kröftugar en um leið stílhreinar og fágaðar. Bíllinn er nýr, en greinilega MAN – hönnunareinkenni sem hafa einkennt MAN vörubifreiðar í gegnum árin, haldast en í nýrri mynd. Margt nýtt er í boði hvað varðar …

Myndir: Frumsýningin

Ný kynslóð MAN vörubifreiða var kynnt í Bilbao á Spáni í gær, mánudag. Fjöldi fólks var viðstaddur frumsýninguna, þar á meðal Björn Erlingsson, framkvæmdastjóri Krafts hf. Eftirvæntingin var mikil og loksins fengum við að sjá bílinn, eftir langa bið og vangaveltur. Mikið er af nýjungum, uppfærslum, breytingum og viðbótum. Útlitið er nýtt, ferskt, en um leið auðþekkjanlegt. Hér fyrir neðan …

Nýr TGX: SG Vélar

Einn sá allra flottasti var afhentur nýjum eiganda í dag – SG Vélar tóku við MAN TGX 26.640 með D38 vél – að sjálfsögðu í Nightfire Red lit! Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, afhenti Stefáni Gunnarssyni bílinn. SG Vélar bæta því enn einum glæsibílnum í flota sinn af MAN bílum, sem fyrir var glæsilegur. Bíllinn er útbúinn öllu því flottasta sem í …

Nýir TGE: Orkuveita Reykjavíkur

Í dag afhentum við Orkuveitu Reykjavíkur tvo nýja MAN TGE 3.180 4×4. Bílarnir eru með 177 hestafla dísilmótorum og 8-þrepa sjálfskiptingu. Góð vinnulýsing er við hliðar bílana sem og afturenda, en ljósabogi fyrir vinnuljós og blikkljós var settur aftast á þak þeirra. Ingimar Steinþórsson veitti bílunum móttöku fyrir hönd OR og óskum við þeim til hamingju með bílana!   Ingimar …

HYVA myndband

HYVA birti þetta frábæra myndband nýverið þar sem Ísland og MAN eru í aðalhlutverki. Erlingur Örn, sölumaður hjá Krafti, er í viðtali í myndbandinu og kynnir MAN TGS 37.500 8×4 með KH-Kipper palli og HYVA glussakerfi.     Áður hafði HYVA birt þetta myndband:

Breyttur opnunartími

Kæri viðskiptavinur. Í kjölfar nýrra kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og VR um styttingu vinnutíma, mun verslun Krafts hf loka kl. 17:15 á föstudögum. Við bendum á útkallssímana í verslun 896-8038 og á verkstæði 896-8028

MAN TGE fólksflutningabílar

MAN bíður upp á fjölbreyttar lausnir í fólksfluttningum: allt frá leigubílum og upp í TGE City sem útbúinn er sem strætisvagn. Hafið samband við sölumenn okkar fyrir frekari upplýsingar um MAN TGE fólksflutningabíla. Erlingur: 567-7114 eða erlingur@kraftur.is Grímur: 567-7118 eða grimur@kraftur.is Jóhann: 567-7117 eða joi@kraftur.is