Uppfærð innrétting MAN TG

Nú eftir áramót munu nýju MAN TG húsin koma með uppfærðri innréttingu. Þessar uppfærslur eru gerðar með því hugarfari að auka þægindi og aðgengi fyrir ökumann, sem og farþega. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Val er á milli ljósbrúnnar og grárrar innréttingar.  Gírveljarinn er nú kominn í mælaborðið fyrir neðan aðgerðartakkana og er auðvelt að ná til hans.  Kælibox er nú …

Nýr TGM: Eimskip Ísland ehf

Eimskip Ísland ehf, Akureyri, fengu þennan glæsilega MAN TGM 15.290 4x2LL á dögunum. Grímur Fannar Eiríksson, sölumaður hjá Krafti, afhenti bílinn. Konráð Svavarsson er ökumaður bílsins. Kraftur óskar Eimskip og Konráði til hamingju með tækið!  

Nýr TGM: Emmessís hf

Emmessís hf. fékk í dag afhentan nýjan MAN TGM 15.290 og fer hann á Akureyri. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður hjá Krafti, afhenti þeim Ólafi Jens Daðasyni, dreifingarstjóra Emmessíss og Birki Þ. Sigurðssyni, bílstjóra á Akureyri, bílinn. Við hjá Krafti óskum þeim til hamingju með bílinn.      

MAN GOURMETbus

GOURMETbus rútan gefur gestum kost á að snæða ljúffengar veitingar um leið og farið er í útsýnisbílferð um Singapore. Efri hæðin á tveggja hæða MAN-rútunni hýsir veitingastað fyrir allt að 32 gesti, en eldhúsið sjálft er staðsett á neðri hæðinni. Ekið er um borgina og margir helstu staðir hennar skoðaðir. „MAN GOURMETbus er hressandi hugmynd sem á skapandi hátt sameinar …

Nýr TGS: GS frakt ehf

GS frakt ehf fékk í dag afhentan nýjan MAN TGS 26.500 6×6 BLS. Bíllinn er í hinum gríðarfallega Nightfire Red lit. Grímur Eiríksson, sölumaður hjá Krafti, afhenti Gunnlaugi Svanssyni bílinn. Við óskum honum til hamingju með bílinn!    

Nýr TGM: Ísafjarðarbær

Ísafjarðarbær fékk í gær afhentan nýjan MAN TGM 18.290 með Bucher CityFant 6000 götusópara. Grímur, sölumaður hjá Krafti, afhenti þeim Kristjáni og Sveini, tækið í gær. Við óskum Ísafjarðarbæ til hamingju með gripinn!

Nýr TGM: Kjörís ehf

Nú fyrir helgi afhentum við Kjörís nýjan MAN TGM 15.290 4×2 LL. Bíllinn kemur með kælikassa frá Cofi á Ítalíu. Kjörís fékk einnig MAN TGL 12.250 4×2 BL sem við munum setja inn myndir af síðar. Við óskum Kjörís til hamingju með bílana!

MAN Lion‘s City

Upphaf á nýju tímabili Með nýjustu kynslóð MAN Lion‘s City er algerlega ný gerð af strætisvögnum kynnt fyrir innanbæjarkeyrslu. Fjöldinn allur af tæknilegum framförum, að innan sem utan, hafa verið sameinaðar við hönnun á nýja MAN strætisvagninum. Þar til núna hefur hinum nýja MAN Lion‘s City verið haldið vel leyndum þegar á prufum stóð, en nú hefur hulunni verið svipt …

Nýr TGX: SG Vélar ehf

Í dag afhentum við Stefáni Gunnarssyni, frá Djúpavogi, nýjan og einstaklega fallegan MAN TGX 26.640 6×4 BLS. Um er að ræða 50 ára afmælisbíl Krafts og er hann allur hinn glæsilegasti að utan sem innan. Jóhann Pétursson, sölumaður, afhenti Stefáni bílinn í dag. Kraftur óskar Stefáni og SG Vélum ehf til hamingju með gripinn.    

Nýr MAN TGM slökkvibíll

Til okkar kom nýr MAN TGM 18.340 slökkvibíll sem Brunavarnir Austur-Húnvetninga eru að taka í notkun. Við máttum til með að smella af nokkrum myndum af bílnum og deila með ykkur.