Störf í boði

Arnar Fréttir Leave a Comment

Bifvélavirki / Vélvirki   Við óskum eftir að ráða bifvélavirkja eða vélvirkja á vörubílaverkstæði okkar að Vagnhöfða 1-3. Vinnutími er frá 8-18 mánudag til fimmtudags og 8-15 á föstudögum. Helstu verkefni og ábyrgð: Bilanagreiningar, viðgerðir og viðhald á MAN vöru- og hópbifreiðum og Bucher götusópum. Menntunar- og hæfniskröfur: Sveinspróf í bifvélavirkjun / vélvirkjun. Góð samskiptafærni og þjónustulund. Góð íslensku og …

Hreinsitækni fær nýjan Bucher

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Nýverið afhentum við Hreinsitækni nýjan Bucher götusóp og bætist hann í stóran hóp Bucher tækja í eigu Hreinsitækni. Um er að ræða sóp af gerðinni CityCat V20 sem er ný útfærsla af þessum vinsæla og fjölhæfa sóp og tekur hann við af CityCat 2020. Við óskum Hreinsitækni til lukku með nýja tækið.        

Nýr TGL: Hreinsun og flutningur

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Í dag afhentum við Hreinsun og Flutning ehf nýjan MAN TGL Bíllinn er allur hinn glæsilegasti. Ný innrétting með digital mælaborði og stærri upplýsingaskjá. AJK krókheisi er á bílnum. Það gleður okkur mikið að afhenda Hreinsun og Flutning fyrsta TGL-inn af nýju kynslóð MAN vörubifreiða, TG3 og við óskum þeim til hamingju með gripinn. Grímur afhenti Viktori, hjá Hreinsun og Flutning, …

Nýr TGS: Jonni Run

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Í dag afhenti Jóhann Pétursson, sölumaður, Jonna Run eldrauðan MAN TGS 35.510. Um er að ræða fyrsta TGS af nýju kynslóð MAN vörubifreiða sem hingað kemur. KH-Kipper pallur er á honum og víbrator í pallinum. Bíllinn er mikið breyttur frá fyrri árgerðum bæði að innan sem utan. Vel útbúinn bíll með digital mælaborð, stærri upplýsingaskjáinn, Adaptive Cruise Control og margt …

TGE: Ótroðnar slóðir

Arnar Fréttir Leave a Comment

MAN Truck & Bus sviptu hulunni af sendibíl í Austurríki fyrir áður óhugsandi aðstæður. Þessi MAN TGE 3.180 4X4 er útbúinn með sérstökum beltabúnaði sem gerir ökumanni mögulegt að keyra um snæviþaktar brekkur eða moldarfen, jafnvel að vetrarlagi, til að komast að t.d. skíðasvæðum, hótelum eða skíðalyftum. „Þú svífur á snjónum, það er æðislegt“, segir Martin Zeller, deildarstjóri hjá MAN …

MAN QuickStop – TGE 4X4

Arnar Fréttir Leave a Comment

John Friedman fer með okkur í bíltúr á MAN TGE 4X4 og sýnir okkur nokkur helstu atriði og kosti hins fjölhæfa sendibíls í þessum þætti af MAN QuickStop! Til að setja íslenskan texta, smelltu hér eða á tannhjólið í hægra horninu á spilaranum og veldu íslensku. https://www.youtube.com/watch?v=NbKBi8512kY&autoplay=1?hl=is&cc_lang_pref=is&cc=1