Nýr TGS: Bergþór ehf

Bergþór ehf. fengu afhentan í dag þetta fallega sett sem samanstendur af  MAN TGS 35.460 8×4-4 , Hyva Titan Lift T26-60SKZ og efnisgám frá AMG í Póllandi. Kraftur óskar Bergþóri ehf til hamingju með bílinn!    

Nýr TGM: HM Flutningar ehf

HM Flutningar ehf. fengu á dögunum afhentan nýjan og mjög vel útbúinn MAN TGM 18.320 með nýrri og endurbættri vél frá MAN, sem er 130kg léttari en fyrri útgáfa. Einnig hefur EGR búnaður verið fjarlægður og er túrbínan nú einföld í stað tvöfaldrar, en skilar sama togi. Erlingur Örn Karlsson afhenti bílinn og við óskum Halldóri til hamingju!    

Nýr TGM: Samskip

Á dögunum tóku Samskip við nýjum MAN TGM 18.320 4×2 LL með Wingliner vörukassa frá Vögnum og Þjónustu. Erlingur Örn Karlsson afhenti Stefáni hjá Samskip bílinn og óskar Kraftur honum og Samskip til lukku með bílinn.   Stefán og nýi bíllinn

MAN TGX Lion Pro Edition

MAN TGX Lion Pro Edition   Afköst og hámarks þægindi. MAN LION PRO sameinar þessi tvö atriði til að mæta kröfum. Á þjóðvegunum er vörubifreiðin vinnusvæði sem og heimili á hjólum. Að utan er MAN LION PRO geislandi af öryggi og stíl. Einkennandi carbonútlit og háglans krómbogar í stuðara, hliðum og topp gera þessa sérútgáfu að augnakonfekti. Á keyrslu verður …

Nýr TGS: Bananar ehf

Í dag afhentum við nýjan MAN TGS til Banana ehf. Um er að ræða TGS 18.420, sem er hinn glæsilegasti, með vörukassa frá Igloocar í Póllandi. Erlingur Örn Karlsson afhenti bílinn og Kraftur óskar Banönum ehf til hamingju með nýja gripinn.  

Nýr TGX: Íslandsfrakt

Nýverið tók Íslandsfrakt við nýjum glæsivagni, MAN TGX 26.580 6×4 BLS. Jóhann Pétursson afhenti Jóa Óla hjá Íslandsfrakt bílinn og Kraftur óskar Íslandsfrakt til lukku með bílinn!  

Starf í verslun/lager

Við óskum eftir að ráða starfsmann í tímabundið starf, frá 1. apríl og fram á haustið. Um er að ræða almennt lager- og sendlastarf, sem og önnur tilfallandi verkefni. Hentar jafnt konum sem körlum. Hafið samband í síma 567-7101 eða bjorn@kraftur.is fyrir frekari upplýsingar eða líttu við hjá okkur á Vagnhöfða 1.

Nýr TGX: Fóðurblandan

Á dögunum tók Fóðurblandan nýjan og stórglæsilegan MAN TGX í notkun. Um er að ræða TGX 26.500 6×4 LL með fóðursíló frá Spitzer-Silo í Þýskalandi. Húsið er millihátt (XLX) og er bíllinn útbúinn öllu því helsta. Við óskum Fóðurblöndunni til hamingju með nýja gripinn! Spitzer-Silo hóf starfsemi sína áið 1872 í Elztal í Dallau í Þýskalandi. Þar starfa nú 380 …

Nýr TGS: ISO-Tækni ehf

Nú fyrir helgi afhentum við ISO-Tækni ehf nýjan fjögurra öxla MAN TGS 37.460 8×4 með sturtupalli frá KH-Kipper. Jóhann Pétursson afhenti ISO-Tækni bílinn og Kraftur óskar þeim til lukku með nýja tækið!  

Breytingar

Kæru viðskiptavinir. Nú standa yfir breytingar á verslun og verkstæðismóttöku og meðan á þeim stendur mun afgreiðsla vera með öðru móti en venja er. Við munum að sjálfsögðu sinna öllum viðskiptavinum eftir bestu getu, hvort sem er á staðnum, í síma eða tölvupóstum, en biðjumst um leið afsökunnar ef einhverjar raskanir og/eða óþægindi skapast. Kveðja, starfsfólk Krafts