Nýr TGX: BB og synir

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Á dögunum afhentum við BB og sonum ehf nýjan MAN TGX 26.640 og eins og myndirnar sýna, þá er um að ræða verulega flottan bíl.

Svartir ljósabogar frá Metec prýða bílinn og kemur svarti liturinn einkar vel út með Aquarius Blue litnum á bílnum. Þessi bíll fær verðskuldaða athygli hvert sem hann fer.

Jóhann Pétursson afhenti Sævari Inga Benediktsyni og Önnu Björk Norðdal, hjá BB og sonum, bílinn og við óskum þeim til hamingju með gríðarlega laglegan og vel heppnaðan bíl.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *