Frá árinu 2002 hefur Giletta verið hluti af Bucher Municipal og sérhæfir sig í útbúnaði fyrir vetrarþjónustu, svo sem salt- og pækildreifurum. Var fyrirtækið stofnað árið 1950 og sérhæfði sig í framleiðslu á landbúnaðartækjum. Fyrsti saltdreifarinn var svo settur í framleiðslu árið 1966 og árið 1997 bættust „Routinform“ og „Route Replay“ GPS-stýringarnar við. Þegar Giletta tók yfir SnowTec og Assaloni jókst vöruframboðið með snjóplógum, snjóblásurum, pækildreifurum og útbúnaði fyrir snjómokstursbíla.
Á heimasíðu Giletta er að finna frekari upplýsingar og myndir.