Á föstudaginn afhentum við Jóhanni Ólasyni í Íslandsfrakt nýjan og fullhlaðinn MAN TGX 26.580 Individual – þessi er svo gott sem með öllu sem hugsast getur og að okkar mati, sá flottasti!
Sigþór Gíslason er bílstjóri bílsins.
Bíllinn er með MAN Individual pakkanum, en í honum er meðal annars stór ljósabogi á topp, önnur gerð af sólskyggni, snúningssæti farþegamegin, sjónvarp, hillueining í stað efri koju en í henni er örbylgjuofn og kaffikanna. Á bílinn var einnig sett hliðasett, rauðir Individual S listar í framstuðara og margt fleira.
Til viðbótar því settum við ljósaboga á framstuðara með fjórum kösturum, undir- og hliðarboga, bakboga með vinnuljósum í, ásamt felguhringjum að framan og nafhöttum að aftan.
Við óskum Jóa og Sigþóri til hamingju með gripinn!
Sigþór, Jóhann Pétursson, sölumaður hjá Krafti og Jói Óla