Nýr TGX: Íslandsfrakt

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Á föstudaginn afhentum við Jóhanni Ólasyni í Íslandsfrakt nýjan og fullhlaðinn MAN TGX 26.580 Individual – þessi er svo gott sem með öllu sem hugsast getur og að okkar mati, sá flottasti!

Sigþór Gíslason er bílstjóri bílsins.

Bíllinn er með MAN Individual pakkanum, en í honum er meðal annars stór ljósabogi á topp, önnur gerð af sólskyggni, snúningssæti farþegamegin, sjónvarp, hillueining í stað efri koju en í henni er örbylgjuofn og kaffikanna. Á bílinn var einnig sett hliðasett, rauðir Individual S listar í framstuðara og margt fleira.

Til viðbótar því settum við ljósaboga á framstuðara með fjórum kösturum, undir- og hliðarboga, bakboga með vinnuljósum í, ásamt felguhringjum að framan og nafhöttum að aftan.

Við óskum Jóa og Sigþóri til hamingju með gripinn!

Sigþór, Jóhann Pétursson, sölumaður hjá Krafti og Jói Óla

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *