Vernd persónuupplýsinga

1. Almennar upplýsingar

a) Inngangur

Kraftur vinnur persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi.

Með persónuverndaryfirlýsingu þessari er greint frá því hvernig Kraftur hf., kt. 551166-0159, Vagnhöfða 1-3 110 Reykjavík, vinnur persónugreinanlegrar upplýsingar um einstaklinga og fyrirtæki, sem eiga í samskiptum og/eða viðskiptum við fyrirtækið. Yfirlýsingin fjallar einkum um vinnslu persónuupplýsinga þegar einstaklingar heimsækja starfsstöð Krafts eða hafa samband með öðrum samskiptaleiðum t.d. með því að fara inn á vefsíðu félagsins.

Vernd á þínum persónuupplýsingarétti við vinnslu á persónubundnum upplýsingum er mikilvægt atriði fyrir Kraft hf. Við vinnum með persónutengdar upplýsingar í samræmi við gildandi lög um um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Ennfremur eru starfsmenn okkar skyldugir að halda sem trúnaðarmál allri meðferð á persónubundnum gögnum.

b) Ábyrgðaraðili, tengiliður og upplýsingar

Ábyrgðaraðili í skilningi gagnaverndunarlöggjafar er KRAFTUR sem vinnur með gögn þín sem hluti af núverandi eða framtíðar samningagerð.

Varðandi spurningar sem varða gagnavernd vinsamlegast hafðu samband við KRAFT.

2. Söfnun og vinnsla persónubundinna gagna

a) Tilgangur og lagastoð

KRAFTUR vinnur með persónubundin gögn þín, til að geta fylgt eftir og haft umsjón með gildandi eða framtíðar samningasambandi. Í þessu samhengi er unnið með persónubundin gögn þín í mismunandi vinnsluaðgerðum í mismunandi tilgangi.

b) Uppruni gagna

Persónubundnar upplýsingar þínar eru venjulega fengnar beint frá þér sem hluti af núverandi eða framtíðar samningasambandi.

c) Skylda til að gefa aðgang að gögnum

Nauðsynlegar persónuupplýsingar til að framfylgja samningnum verður þú að gefa ábyrgðaraðila. Án þessarar upplýsingagjafar getur KRAFTUR ekki uppfyllt lagalegar kröfur sem til þess eru gerðar né gengið til samninga.

d) Fyrirhugaður tilgangur vinnsluaðgerðanna

Hér á eftir gefum við þér yfirlit yfir fyrirhugaðan tilgang vinnsluaðgerða okkar:

Markaðskannanir og greining á nýjum kaupendum

til dæmis hönnun markaðsgreininga, þáttaka í sýningu, vefvist, viðskiptamannauppákomur, happdrætti og aðrar kynningaraðgerðir.

Markaðssamskipti

til dæmis senda tímarit, fréttabréf, vörubæklinga, bjóða upp á smáforrit (APP).

Tilboðsgerð

Vörusamsetning, gerð sértækra þjónustusamning fyrir vöru eða farartæki, fjármögnunartilboð, leigutilboð.

Ljúka við pöntunarferli

Fylla út pöntunarblað, greiðslufyrirkomulag greiðslumöguleikar, flutnings- og afhendingarskilmálar, virða lagalegar skyldur, eins og til dæmis: reikningagerð, bókhald og endurskoðun, innri kostnaðar- og þjónustureikningar, Eftirlit (tl dæmis endurgreiðslur, vanskil, sáttagerðir), skýrslur (t.d. í tilgangi gagnagæða, stýringar og áætlanagerðar), skýrslugerð og áætlun rekstrarkennitalna, framkvæmd viðskiptakrafna/áminningar.

Bestun á framleiðsluferlum og gæðum farartækja

Söfnun á farartækjaupplýsingum (til dæmis sennileiki og rannsókn, frá kennitölum til notkunar- og slitminnkunar), söfnun á þjónustu-, viðhaldsgögnum sem og villuboðum til greiningar á bilunum og bilanaforvarnir, mat á farartækjagögnum til að geta fylgt eftir ábyrgðarskuldbindingum, vöruábyrgð (innköllun vöru), greining á farartækjagögnum til að bæta gæðin á farartækjaþáttum, vöru- og þjónustubestun.

Afhending vörunnar

Afhending á farartæki.

Söfnun og greining á svörun kaupenda (greining á ánægju viðskiptavina)

Spurningar varðandi ánægju viðskiptavina, umsjón með kvörtunum kaupenda.

Markaðssetning eftir sölu

Vöru- og þjónustunámskeið, útvega hugbúnað og upplýsingatækniforrit og smáforrit.

Áætlanagerð og gerð verkstæðasamninga

Fyrirgreiðsla með viðgerðarþjónustu (tímapöntun á internetinu).

Skil á farartækjum

Samkomulag um endurkaup, markaður fyrir notuð farartæki.

Uppfylling lögbundinnar skyldu

Fylgja geymsluskyldum, tryggja uppfyllingu krafna með prófunum (t.d. prófun á lista varðandi viðskiptabann, peningaþvætti), rekstur innri eftirlitskerfis og annarra eftirlitskerfa til að tryggja að viðskiptaferlum sé fylgt eftir.

Gögnin sem unnið er með á að flokka undir eftirfarandi gagnaflokka:

• Fyrirtækisupplýsingar og (vinnu)skipulagsupplýsingar
• Notkunargögn upplýsingatækni
• Persónulegar upplýsingar um tengilið og auðkenning
• Gögn um persónulegt-/vinnu- samband og einkenni
• Lánshæfi- og bankaupplýsingar
• Samningsupplýsingar
• Bifreiðar notkunargögn með verksmiðjunúmeri og/eða skráninganr. ábyrgðarauðkenningu, þjónustuábyrgð, vöruábyrgð, örugg notkun bifreiðar
• Bifreiðar notkunargögn með verksmiðjunúmera auðkenningu-, stuðningskerfi, aksturslag o.fl. Við bifreiðanotkun tilfallandi gögn, sem eru tengd verksmiðjunúmeria auðkenningu og varða aksturslag eða notkun stuðningskerfa og áþreifanleg notuð gögn o.fl.
• Staðsetningargögn
• Sértækur flokkur myndir og myndbandsefni

3. Áframmiðlun persónutengdra gagna

Persónutengdar upplýsingar þínar er hægt að miðla áfram til annarra staða í ákveðnum tilfellum:

Ef áframmiðlun persónutengdra gagna þinna er nauðsynleg til að framfylgja eða undirbúa samningasambandið, eins og til dæmis við fjármögnun samningshlutarins eða við sameiginlega samningagerð með verktengdum viðskiptafélögum (til dæmis yfirbyggingarframleiðandi).

Við gefum persónutengdar upplýsingar þínar einnig til þjónustuaðila okkar sem hluti af samningavinnslu. (t.d. skipulag á sýningarviðburðum, framkvæmd skoðanakannana með tilliti til ánægju viðskiptavina, senda fréttabréf með tölvupósti, hýsing og rekstur viðskiptavenslaforrita).

Ef við erum skuldbundin til að gefa áfram persónutengd gögn þín til að virða innlenda löggjöf, til dæmis upplýsingar til fjármálayfirvalda, dómstóla, löggiltra endurskoðenda.

4. Gagnavistun og eyðing gagna

Í grundvallaratriðum eyðum við persónutengdum upplýsingum þínum, um leið og þær eru ekki lengur nauðsynlegar í ofangreindum tilgangi.

Persónutengdar upplýsingar þínar eru vistaðar, svo lengi sem við erum skuldbundin til þess samkvæmt lögum, eða fyrningartímabil er ekki að fullu liðið. Þetta á sér stað reglulega gegnum lögbundna sönnunar- og skyldugeymslu.

Þar fyrir utan á sér stað vistun, svo framarlega sem frekari lög eða samningsbundin skyldugeymsla eru í gildi, eins og til dæmis hvað varðar vöruábyrgð.

5. Þinn réttur

Fyrir utan rétt til þess að fá upplýsingar um persónutengdar upplýsingar þínar og til leiðréttingar á upplýsingum þínum hefur þú, svo framarlega sem engar lagalegar ástæður mæla því í móti, einnig rétt til að fá þeim eytt sem og andmælarétt gegn vinnslu eða rétt á takmörkun vinnslu gagna þinna. Ennfremur hefur þú rétt til þess að flytja eigin gögn.

Ef við tökum á móti og vinnum persónutengd gögn með samþykki þínu, hefur þú ennfremur rétt til þess að afturkalla veitt samþykki þitt með tilliti til framtíðarvirkni. Afturköllun þín hefur engin áhrif á lögmæti vinnslu gagnanna frá veittu samþykki þínu fram að afturköllun samþykkis þíns.

Svo framarlega sem nauðsynlegt er, þurfum við að staðfesta deili á þér, áður en við getum unnið áfram samninga þína.
Ef að röng gögn skyldu vera vistuð þrátt fyrir viðleitni okkar til að hafa öll gögn rétt og uppfærð, munum við leiðrétta þau hin sömu um leið og við fáum viðeigandi ábendingu.

Varðandi kvartanir þá er möguleiki á að snúa sér að gagnaverndaryfirvalda.

6. Öryggi

Gögn þín eru vernduð af KRAFTI með tæknilegum og skipulögðum öryggisráðstöfunum, til að koma í veg fyrir misnotkun af slysni eða af vilja, tap, eyðingu eða aðgang einstaklings sem hefur ekki til þess leyfi.

Öryggisráðstafanir okkar, eins og til dæmis dulkóðun gagna, eru uppfærðar stöðugt samkvæmt tækniþróun þeirri sem á sér stað.