Nýr TGS: Bananar ehf

Í dag afhentum við nýjan MAN TGS til Banana ehf. Um er að ræða TGS 18.420, sem er hinn glæsilegasti, með vörukassa frá Igloocar í Póllandi. Erlingur Örn Karlsson afhenti bílinn og Kraftur óskar Banönum ehf til hamingju með nýja gripinn.  

Nýr TGX: Fóðurblandan

Á dögunum tók Fóðurblandan nýjan og stórglæsilegan MAN TGX í notkun. Um er að ræða TGX 26.500 6×4 LL með fóðursíló frá Spitzer-Silo í Þýskalandi. Húsið er millihátt (XLX) og er bíllinn útbúinn öllu því helsta. Við óskum Fóðurblöndunni til hamingju með nýja gripinn! Spitzer-Silo hóf starfsemi sína áið 1872 í Elztal í Dallau í Þýskalandi. Þar starfa nú 380 …

Nýr TGS: ISO-Tækni ehf

Nú fyrir helgi afhentum við ISO-Tækni ehf nýjan fjögurra öxla MAN TGS 37.460 8×4 með sturtupalli frá KH-Kipper. Jóhann Pétursson afhenti ISO-Tækni bílinn og Kraftur óskar þeim til lukku með nýja tækið!  

Nýir TGS: GT Hreinsun

Nýverið tóku GT Hreinsun við þremur nýjum MAN TGS 18.460 4X4H BLS með hydro framdrifi sem kúplar sig út í 29 km/h, ásamt þremur Meiller-Kipper vögnum með 7600mm skúffu og víbrator. Bílarnir eru með glussakerfi frá Hyva. Glæsilegur hópur bíla og vagna og við óskum GT Hreinsun til hamingju með þá!    

Nýr TGM: Vegagerðin

Vegagerðin á Húsavík fékk á dögunum afhentan nýjan MAN TGM 13.290 4×4. Bíllinn er útbúinn Palfinger 7.501 krana, hliðarsturtupalli frá KH-kipper og búnaði til snjómoksturs. Einnig er í honum búnaður fyrir götusóp. Þetta er seinni bíllinn af tveimur sem voru í standsetningu hjá okkur nýverið. Þann fyrri má sjá með því að smella HÉR.  

Nýr TGS: VGH Mosfellsbæ

VGH Mosfellsbæ fengu á dögunum nýjan og glæsilegan MAN TGS 37.460 8×4 með sturtupalli frá KH-Kipper Erlingur Örn Karlsson afhenti þeim bílinn og óskar Kraftur hf., VGH til hamingju með gripinn!

Nýr TGS: Finnur ehf

Finnur ehf. á Akureyri fengu á dögunum afhentan þennan glæsilega MAN TGS 37.460 8×4 með sturtupalli frá KH-Kipper. Erlingur Örn Karlsson afhenti bílinn og við óskum þeim til hamingju með gripinn!  

Nýr TGL: Hreinsun og flutningur ehf

Hreinsun og flutningur ehf. fengu á dögunum afhentan nýjan MAN TGL 12.250 4×2. Bíllinn er sjálfskiptur og er með 7“ snertiskjá í mælaborði sem að tengist bakkmyndavél ásamt JOAB krókheisi. Grímur Fannar Eiríksson sá um afhendingu og við óskum þeim til hamingju með bílinn!  

Nýr TGX: Jarðlausnir ehf.

Á dögunum fengu Jarðlausnir ehf afhentan nýjan MAN TGX 35.540 8×4-4 með HyvaLift TITAN 26-60 SK krókheisi. Með bílnum kom einnig gámur og fleti frá AMG í Póllandi. Bíllinn er sérlega vel útbúinn og innan sem utan. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, afhenti Jarðlausnum bílinn og óskum við þeim til hamingju með gripinn!          

Nýr TGS: Gatnaþjónustan ehf

Gatnaþjónustan ehf fengu fyrir jól afhentan nýjan og glæsilegan MAN TGS 33.500 sem verður meðal annars notaður í snjómokstur. Grímur Eiríksson, sölumaður, afhenti Kristjönu Jóhannsdóttur hjá Gatnaþjónustunni, bílinn. Kraftur hf. óskar Gatnaþjónustunni til hamingju með bílinn!