Nýr TGS – VGH Mosfellsbæ

Á dögunum afhentum við VGH bræðrunum Haraldi og Leifi Guðjónssonum nýjan og fagurrauðan MAN TGS 37.510 8X4 með KH-Kipper palli. Við óskum þeim til lukku með bílinn! Haraldur, Jóhann Pétursson, sölumaður hjá Krafti og Leifur    

Nýr TGX – Vilhjálmur Þórðarson

Á föstudaginn var afhentum við Vilhjálmi Þórðarsyni og Heiðdísi Sigursteinsdóttur, nýjan MAN TGX 26.580. Er þetta tíundi MAN bíllinn sem Vilhjálmur fær afhentan. . Bíllinn er af nýrri kynslóð MAN vörubifreiða. Innréttingin hefur tekið miklum breytingum þegar kemur að aðgengi og þægindum ökumanns og farþega, hvort sem það er í akstri, umgengni eða hvíld. . Bíllinn skartar sem dæmi stafrænu …

Nýr TGS: BB og synir ehf

Rétt í þessu afhentum við BB og sonum nýjan MAN TGS 37.510 með KH-Kipper palli. Tvær ofurhressar, þær Anna Björk og Magda, gerðu sér ferð frá Stykkishólmi til Reykjavíkur og tóku við bílnum. Jóhann Pétursson afhenti þeim lyklana með bros á vör. Við óskum þeim bræðrum, Sævari og Hafþóri hjá BB og sonum, til hamingju með bílinn!   Anna Björk, …

Nýr TGM: Bakkinn vöruhótel

Í vikunni fékk Bakkinn vöruhótel afhentan nýjan MAN TGM 18.320. Bíllinn er vel útbúinn, á lofti allan hringinn og með vörukassa og lyftu frá Vögnum og þjónustu. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður hjá Krafti, afhenti þeim Lórenz Þorgeirssyni og Vigni Þór Siggeirssyni, bílinn. Kraftur óskar Bakkanum til hamingju með bílinn.   Lórenz, Erlingur og Vignir  

Nýr TGS: Hlaðbær-Colas

Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf tóku nýverið við nýjum MAN TGS 18.430. Bíllinn er ætlaður sem límbíll í malbiksvinnu. Kraftur óskar Hlaðbæ Colas til hamingju með bílinn.  

Nýr TGS: Urð og grjót

Urð og grjót ehf hafa fengið nýjan MAN TGS 35.510 8X6H afhentan. Bíllinn er fjölnota með stól og palli frá KH-Kipper og hydrodrifi Kraftur hf óskar þeim til lukku með bílinn, en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er bíllinn hinn glæsilegasti.      

Nýr TGE – Gröfuþjónustan

Það fjölgar í MAN TGE flotanum hér á landi en nýverið afhentum við Gröfuþjónustunni þennan virkilega fallega MAN TGE 3.180 4X4 í laglegum, dökkgráum lit. Bíllinn er vel útbúinn, til dæmis með LED aðalljósum, fjaðrandi ökumannssæti, leðurstýri með hita og Adaptive Cruise Control. Við óskum Gröfuþjónustunni til hamingju með bílinn!  

Nýr TGS: Vinnuvélar Símonar

Í dag afhentum við Vinnuvélum Símonar, Skagafirði, gríðarlega flottan MAN TGS 33.510 í Nightfire Red lit. Bíllinn er með glussakerfi, útbúinn fyrir snjómokstur og þar að auki vel búinn ljósabúnaði. Bíllinn er hlaðinn búnaði að innan sem utan og það má með sönnu segja að þetta sé einn glæsilegasti MAN TGS á götunum. Jóhann Pétursson, sölumaður, afhenti Rúnari Símonarsyni bílinn. …

Nýr TGS: Vélamiðstöð

Vélamiðstöð ehf fengu afhentan nýjan MAN TGS 26.360 6X2 LL á dögunum. Bíllinn er sérútbúinn fyrir sorphirðu. Bíllinn er með bekk í stað koju og því pláss fyrir samtals 5 farþega, auk ökumanns. Búnaður frá Norba er á bílnum. Grímur Fannar Eiríksson afhenti Bjarna Birgissyni bílinn og óskum við Vélamiðstöðinni til hamingju með bílinn!   Grímur Fannar Eiríksson, sölumaður hjá …

Nýr TGX: SG Vélar

Einn sá allra flottasti var afhentur nýjum eiganda í dag – SG Vélar tóku við MAN TGX 26.640 með D38 vél – að sjálfsögðu í Nightfire Red lit! Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, afhenti Stefáni Gunnarssyni bílinn. SG Vélar bæta því enn einum glæsibílnum í flota sinn af MAN bílum, sem fyrir var glæsilegur. Bíllinn er útbúinn öllu því flottasta sem í …