Nýir TGS: Hreinsitækni ehf

Á dögunum afhentum við Hreinsitækni ehf tvo nýja MAN TGS 26.420 6×4. Bílarnir koma með vatnsdælibúnaði frá FAUN til götuhreinsunar og bætast þeir í stóran flota af MAN bílum sem eru í eigu fyrirtækisins. Við óskum Hreinsitækni til lukku með bílana!    

Nýr TGX: Matfugl hf

Í dag afhentum við Matfugli hf nýjan MAN TGX 26.580. Bíllinn er sérstakur að því leyti að í stað koju er fjögurra manna bekkur fyrir aftan ökumannssæti og farþegasæti, því samtals sæti fyrir 5 auk bílstjóra. Yfirbygging og vagn er frá Van Ravenhorst í Hollandi Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, afhenti Rósmundi Sævarssyni hjá Matfugli bílinn og við óskum Matfugli til …

Nýr TGX: Hreinsitækni

Nýverið tók Hreinsitækni við nýjum MAN TGX 35.540 og bætist hann í stóran flota af MAN-bifreiðum í eigu Hreinsitækni. Við óskum þeim til lukku með gripinn!    

Nýr TGM: Bananar ehf

Í dag fengu Bananar ehf nýjan MAN TGM 15.290 afhentan. Bíllinn er með vörukassa frá Igloocar í Póllandi. Er þetta annar MAN bíllinn sem Bananar ehf fá afhentan á síðasta árinu. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, afhenti Guðmundi Aðalsteinssyni hjá Banönum, bílinn. Við óskum Banönum ehf til lukku með bílinn!    

Nýr TGX: Malbikunarstöðin Höfði

Í dag afhentum við Malbikunarstöðinni Höfða nýjan MAN TGX 35.580 með Sörling Goldstar palli. Jóhann Pétursson og Erlingur Örn Karlsson, sölumenn, afhentu Halldóri Torfasyni og Sveinbirni Haukssyni, bílinn. Við óskum Malbikunarstöðinni Höfða til hamingju með nýja bílinn! Jóhann Pétursson og Halldór Torfason   Jóhann, Sveinbjörn Hauksson og Halldór  

Nýr TGL: Vörumiðlun

Á dögunum fékk Vörumiðlun afhentan nýjan MAN TGL 12.250 sem er allur hinn glæsilegasti, enda bíllinn vel búinn aukabúnaði. Við óskum Vörumiðlun til hamingju með bílinn!    

Nýjar rútur afhentar

Nú fyrir helgi fengu Akureyri Excursions afhentar tvær glænýjar og gríðarlega fallegar rútur. Um er að ræða MAN Lion’s Coach og NEOPLAN Tourliner. Báðar eru þær 49 farþega og knúðar áfram af 460 hestafla D26 Euro 6 vélum. Rúturnar eru handsmíðaðar í Tyrklandi og eru öll handtök vönduð til hins ítrasta og til fyrirmyndar. Efnaval og frágangur er í hæsta …

Nýr TGX: HM Bílar

Halldór Magnússon hjá HM Bílum, tók í dag við nýjum MAN TGX 26.580 6×4. Er þetta fjórði nýi MAN bíllinn sem hann kaupir en hefur haft fleiri í sinni eigu. Jóhann Pétursson afhenti Halldóri bílinn og við óskum honum til lukku með gripinn!    

Nýr TGX: Karl á Mýrum

Karl Guðmundsson og frú, tóku nýverið við nýjum MAN TGX 28.500 6×2. Við óskum þeim til hamingju með nýja bílinn!

Nýr TGS: Bás ehf

Við afhentum Bás ehf nýjan MAN TGS með öllum tiltækum búnaði sem til þarf til snjómoksturs. Jóhann Pétursson, afhenti Hilmari Þór Zophoníassyni, öðrum eiganda fyrirtækisins, bílinn. Til hamingju með nýja tækið, Bás ehf!