Nýr TGS: Íslandspóstur

Íslandspóstur bættu í MAN-flotann er þeim var afhentur nýr MAN TGS 18.420. Vörukassinn er frá Igloocar í Póllandi. Kraftur hf. óskar Íslandspósti til hamingju með gripinn.    

Nýr TGX: JOS flutningar ehf

Á dögunum tóku JOS Flutningar ehf. við nýjum MAN TGX 26.580 6×4. Þessi er annar nýi MAN-inn sem hann kaupir nýjan, en sá fjórði í heildina. Jóhann afhenti honum Jóni bílinn og við óskum honum til hamingju með gripinn.    

Nýr TGX: Vörumiðlun

Mánudaginn 3. september tók Vörumiðlun við nýjum MAN TGX 26.580 6×4. Erlingur Karlsson, sölumaður, afhenti Ástvaldi Ingimarssyni bílinn og við óskum honum, sem og Vörumiðlun, til hamingju með nýja bílinn.      

Nýr TGS: Vilhjálmur Þórðarson

Í dag fékk Vilhljálmur Þórðarson, Villi, afhentan nýjan MAN TGS 18.500 4×4 BLS. Bíllinn kemur með glussakerfi frá Meiller. Jóhann Pétursson afhenti honum Villa bílinn, sem tók kampakátur við gripnum. Við hér hjá Krafti óskum honum til lukku með þann nýja!    

Nýr TGS: Jarðtækni

Í gær afhentum við Jarðtækni nýjan MAN TGS 37.500 8×4 og fer rauði liturinn honum vel. Jóhann afhenti feðgunum Gunnari og Karli bílinn og við óskum þeim til lukku með nýja gripinn!      

Nýr TGS: Jón Sverrir Jónsson

Jón Sverrir Jónsson, oft kenndur við Varmadal, fékk í dag afhentan nýjan MAN TGS 37.500 8×4 með palli frá KH-kipper. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er bíllinn hinn glæsilegasti, en hann tekur sig gríðarlega vel út í þessum gráa lit. Jóhann Pétursson afhenti Jóni og eiginkonu hans, Hönnu, bílinn í dag og við óskum þeim til hamingju með nýja …

Nýr TGM: Vörumiðlun

Nýverið tóku Vörumiðlun nýjan MAN TGM 15.290 4×2 í notkun. Bíllinn er með kælikassa og vörulyftu. Bjartur Þór Jóhannsson tók við bílnum og við óskum honum, sem og Vörumiðlun, til lukku með gripinn!    

Nýr TGX: Gatnaþjónustan ehf

Pétur Óli Pétursson hjá Gatnaþjónustunni ehf, tók við nýjum og fullbúnum MAN TGX 25.580 6×4 í gær. Bíllinn er í fallegum gráum lit. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, afhenti honum lyklana og óskum við Pétri til hamingju með bílinn! Í desember fékk hann afhentan nýjan MAN TGS, sem hægt er að skoða með því að smella hér.        

Nýr TGS: BB og synir

Bræðurnir Sævar og Hafþór Benediktssynir fengu þá hugmynd á fimmtudaginn að þá vantaði bíl. Í hvelli. Jóhann Pétursson, sölumaður, hafði lausnina á þeirri hugdettu, því að á föstudaginn sóttu þeir nýjan MAN TGS 37.500 8×4 BB sem Jóhann afhenti þeim með brosi á vör. Þeir eru miklir MAN menn og voru að venju ánægðir með gripinn, sem er með KH-Kipper …

Nýir TGS: Samskip

Samskip fékk á dögunum afhenta tvo MAN TGS 26.500. Við hjá Krafti hf óskum þeim til hamingju með gripina!