Nýr TGM: Norðnorðvestur ehf

Norðnorðvestur ehf. tóku við nýjum MAN TGM 13.290 4×4 BL nú fyrir helgi. Jón Hinrik Garðarsson tók kampakátur við bílnum en Jóhann Pétursson sá um afhendingu. Fer Jón nú með bílinn í ábyggingu og svo í vinnu í kvikmyndageiranum. Glæsilegur bíll og óskum við Norðnorðvestur ehf. til lukku með gripinn.        

Nýr TGX: Steypustöð Skagafjarðar

Þessi gríðarlega fallegi MAN TGX 26.640 er nú kominn á Sauðárkrók og mun taka sig vel út í Skagafirðinum. Við óskum Steypustöð Skagafjarðar til hamingju með gripinn, sem eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, er hinn glæsilegasti!      

Nýr TGM: Vegagerðin

Nýr MAN TGM 15.250 verður tekinn í notkun hjá Vegagerðinni á Hvammstanga á næstu dögum og er sá fyrri af tveimur sem klárast í standsetningu hjá okkur. Bíllinn er með flokkahúsi, en að aftan eru sæti fyrir fjóra. Á bílnum er KH Kipper pallur með sturtun á þrjá vegu, Palfinger PK 5.501 SLD5 krani og snjótannarbúnaður, ásamt fleiru. Hér að …

Ný Bucher snjótönn: Landsvirkjun

Landsvirkjun fengu nýja Giletta M snjótönn, frá Bucher Municipal, á dögunum. Stefán, bílstjóri hjá Landsvirkjun, deildi þessum myndum með okkur og er hæstánægður með gripinn. Nánar er hægt að lesa um tönnina hér.  

Nýr TGM: Eimskip Ísland ehf

Eimskip Ísland ehf, Akureyri, fengu þennan glæsilega MAN TGM 15.290 4x2LL á dögunum. Grímur Fannar Eiríksson, sölumaður hjá Krafti, afhenti bílinn. Konráð Svavarsson er ökumaður bílsins. Kraftur óskar Eimskip og Konráði til hamingju með tækið!  

Nýr TGM: Emmessís hf

Emmessís hf. fékk í dag afhentan nýjan MAN TGM 15.290 og fer hann á Akureyri. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður hjá Krafti, afhenti þeim Ólafi Jens Daðasyni, dreifingarstjóra Emmessíss og Birki Þ. Sigurðssyni, bílstjóra á Akureyri, bílinn. Við hjá Krafti óskum þeim til hamingju með bílinn.      

Nýr TGS: GS frakt ehf

GS frakt ehf fékk í dag afhentan nýjan MAN TGS 26.500 6×6 BLS. Bíllinn er í hinum gríðarfallega Nightfire Red lit. Grímur Eiríksson, sölumaður hjá Krafti, afhenti Gunnlaugi Svanssyni bílinn. Við óskum honum til hamingju með bílinn!    

Nýr TGM: Ísafjarðarbær

Ísafjarðarbær fékk í gær afhentan nýjan MAN TGM 18.290 með Bucher CityFant 6000 götusópara. Grímur, sölumaður hjá Krafti, afhenti þeim Kristjáni og Sveini, tækið í gær. Við óskum Ísafjarðarbæ til hamingju með gripinn!

TGX: Jonni Run

Jonni Run fékk nýverið nýjan og hreint út sagt magnaðan MAN TGX 26.580 6×4 ásamt Meiller MHPS 44-3L vagni. Vagninn er með 8mm Hardox 450 í botni og 5mm Hardox 400 í hliðum og göflum. Vagninn er samlitur bílnum. Við fengum þessar myndir sendar frá Jonna, eins og sjá má þá er þetta sett með eindæmum glæsilegt!

Nýr TGM: Kjörís ehf

Nú fyrir helgi afhentum við Kjörís nýjan MAN TGM 15.290 4×2 LL. Bíllinn kemur með kælikassa frá Cofi á Ítalíu. Kjörís fékk einnig MAN TGL 12.250 4×2 BL sem við munum setja inn myndir af síðar. Við óskum Kjörís til hamingju með bílana!