Vegagerðin fékk afhentan nýjan MAN nú í vikunni. Glæsilegur TGM 12.250 BL með ábyggingu frá Zetterbergs og krana frá Hiab. Bíllinn verður til notkunar á Ísafirði. Smíðin frá Zetterbergs er öll hin vandaðasta, en um er að ræða pall og kranaásetningu. Kraninn er með búnað fyrir ýmis verkefni. Þar að auki er vetrarþjónustubúnaður í bílnum, það er að segja, búnaður …
Nýr TGX: Þ. Sigurðsson ehf.
Á dögunum afhentum við Þresti Sigurðssyni nýjan MAN TGX 33.510 6X4 BL. Bíllinn er fyrsti TGX-inn af nýju kynslóðinni með stálstuðara og kemur hann gríðarvel út. Jóhann Pétursson afhenti Þresti bílinn og var sá síðarnefndi hæstánægður með gripinn. Jóhann og Þröstur
Nýr TGS – VGH Mosfellsbæ
Á dögunum afhentum við VGH bræðrunum Haraldi og Leifi Guðjónssonum nýjan og fagurrauðan MAN TGS 37.510 8X4 með KH-Kipper palli. Við óskum þeim til lukku með bílinn! Haraldur, Jóhann Pétursson, sölumaður hjá Krafti og Leifur
Nýr TGX – Vilhjálmur Þórðarson
Á föstudaginn var afhentum við Vilhjálmi Þórðarsyni og Heiðdísi Sigursteinsdóttur, nýjan MAN TGX 26.580. Er þetta tíundi MAN bíllinn sem Vilhjálmur fær afhentan. . Bíllinn er af nýrri kynslóð MAN vörubifreiða. Innréttingin hefur tekið miklum breytingum þegar kemur að aðgengi og þægindum ökumanns og farþega, hvort sem það er í akstri, umgengni eða hvíld. . Bíllinn skartar sem dæmi stafrænu …
Nýr TGX: Víðir og Alda
Fyrsti MAN TGX af nýju kynslóðinni er kominn á götuna og í vinnu. Við óskum Víði til hamingju með nýja bílinn! Eins og sjá má er þetta gríðarlega laglegur bíll í alla staði! Við viljum sýna ykkur nokkrar myndir af honum sem teknar voru rétt áður en hann fór til vinnu, en fleiri myndir eru væntanlegar.
Nýr TGS: BB og synir ehf
Rétt í þessu afhentum við BB og sonum nýjan MAN TGS 37.510 með KH-Kipper palli. Tvær ofurhressar, þær Anna Björk og Magda, gerðu sér ferð frá Stykkishólmi til Reykjavíkur og tóku við bílnum. Jóhann Pétursson afhenti þeim lyklana með bros á vör. Við óskum þeim bræðrum, Sævari og Hafþóri hjá BB og sonum, til hamingju með bílinn! Anna Björk, …
Nýr TGM: Bakkinn vöruhótel
Í vikunni fékk Bakkinn vöruhótel afhentan nýjan MAN TGM 18.320. Bíllinn er vel útbúinn, á lofti allan hringinn og með vörukassa og lyftu frá Vögnum og þjónustu. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður hjá Krafti, afhenti þeim Lórenz Þorgeirssyni og Vigni Þór Siggeirssyni, bílinn. Kraftur óskar Bakkanum til hamingju með bílinn. Lórenz, Erlingur og Vignir
Nýr TGS: Hlaðbær-Colas
Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf tóku nýverið við nýjum MAN TGS 18.430. Bíllinn er ætlaður sem límbíll í malbiksvinnu. Kraftur óskar Hlaðbæ Colas til hamingju með bílinn.
Nýr TGS: Urð og grjót
Urð og grjót ehf hafa fengið nýjan MAN TGS 35.510 8X6H afhentan. Bíllinn er fjölnota með stól og palli frá KH-Kipper og hydrodrifi Kraftur hf óskar þeim til lukku með bílinn, en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er bíllinn hinn glæsilegasti.
Nýr TGE – Gröfuþjónustan
Það fjölgar í MAN TGE flotanum hér á landi en nýverið afhentum við Gröfuþjónustunni þennan virkilega fallega MAN TGE 3.180 4X4 í laglegum, dökkgráum lit. Bíllinn er vel útbúinn, til dæmis með LED aðalljósum, fjaðrandi ökumannssæti, leðurstýri með hita og Adaptive Cruise Control. Við óskum Gröfuþjónustunni til hamingju með bílinn!