Nýr TGX: Vélaþjónustan Messuholti

Vélaþjónustan Messuholti ehf. fengu á dögunum afhentan nýjan MAN TGX 26.580 dráttarbíl. Bíllinn er vel útbúinn af búnaði og er allur hinn glæsilegasti. Jón Árnason, hjá Vélaþjónustunni Messuholti, tók við bílnum. Við óskum Jóni til hamingju með bílinn!    

Nýr TGS: Bananar ehf

Í dag afhentum við nýjan MAN TGS til Banana ehf. Um er að ræða TGS 18.420, sem er hinn glæsilegasti, með vörukassa frá Igloocar í Póllandi. Erlingur Örn Karlsson afhenti bílinn og Kraftur óskar Banönum ehf til hamingju með nýja gripinn.  

Nýr TGX: Fóðurblandan

Á dögunum tók Fóðurblandan nýjan og stórglæsilegan MAN TGX í notkun. Um er að ræða TGX 26.500 6×4 LL með fóðursíló frá Spitzer-Silo í Þýskalandi. Húsið er millihátt (XLX) og er bíllinn útbúinn öllu því helsta. Við óskum Fóðurblöndunni til hamingju með nýja gripinn! Spitzer-Silo hóf starfsemi sína áið 1872 í Elztal í Dallau í Þýskalandi. Þar starfa nú 380 …

Nýr TGS: ISO-Tækni ehf

Nú fyrir helgi afhentum við ISO-Tækni ehf nýjan fjögurra öxla MAN TGS 37.460 8×4 með sturtupalli frá KH-Kipper. Jóhann Pétursson afhenti ISO-Tækni bílinn og Kraftur óskar þeim til lukku með nýja tækið!  

Nýir TGS: GT Hreinsun

Nýverið tóku GT Hreinsun við þremur nýjum MAN TGS 18.460 4X4H BLS með hydro framdrifi sem kúplar sig út í 29 km/h, ásamt þremur Meiller-Kipper vögnum með 7600mm skúffu og víbrator. Bílarnir eru með glussakerfi frá Hyva. Glæsilegur hópur bíla og vagna og við óskum GT Hreinsun til hamingju með þá!    

Nýr TGM: Vegagerðin

Vegagerðin á Húsavík fékk á dögunum afhentan nýjan MAN TGM 13.290 4×4. Bíllinn er útbúinn Palfinger 7.501 krana, hliðarsturtupalli frá KH-kipper og búnaði til snjómoksturs. Einnig er í honum búnaður fyrir götusóp. Þetta er seinni bíllinn af tveimur sem voru í standsetningu hjá okkur nýverið. Þann fyrri má sjá með því að smella HÉR.  

Nýr TGS: VGH Mosfellsbæ

VGH Mosfellsbæ fengu á dögunum nýjan og glæsilegan MAN TGS 37.460 8×4 með sturtupalli frá KH-Kipper Erlingur Örn Karlsson afhenti þeim bílinn og óskar Kraftur hf., VGH til hamingju með gripinn!

Nýr TGS: Finnur ehf

Finnur ehf. á Akureyri fengu á dögunum afhentan þennan glæsilega MAN TGS 37.460 8×4 með sturtupalli frá KH-Kipper. Erlingur Örn Karlsson afhenti bílinn og við óskum þeim til hamingju með gripinn!  

Nýr TGL: Hreinsun og flutningur ehf

Hreinsun og flutningur ehf. fengu á dögunum afhentan nýjan MAN TGL 12.250 4×2. Bíllinn er sjálfskiptur og er með 7“ snertiskjá í mælaborði sem að tengist bakkmyndavél ásamt JOAB krókheisi. Grímur Fannar Eiríksson sá um afhendingu og við óskum þeim til hamingju með bílinn!  

Nýr TGX: Jarðlausnir ehf.

Á dögunum fengu Jarðlausnir ehf afhentan nýjan MAN TGX 35.540 8×4-4 með HyvaLift TITAN 26-60 SK krókheisi. Með bílnum kom einnig gámur og fleti frá AMG í Póllandi. Bíllinn er sérlega vel útbúinn og innan sem utan. Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, afhenti Jarðlausnum bílinn og óskum við þeim til hamingju með gripinn!