VERKSTÆÐI
Verkstjóri á verkstæði Krafts er Tómas Bentsson. Með honum starfar úrvalslið tæknimanna, sem margir hafa áratugareynslu af vörubílaviðgerðum.
Almennur opnunartími verkstæðisins er frá kl. 8-18 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 8-16 á föstudögum.
Í neyðartilfellum utan opnunartíma er hægt að ná í verkstjóra í síma 896 8028. Vinsamlegast athugið að útkall utan opnunartíma reiknast að lágmarki 4 tímar í næturvinnu.
Tæknilegar upplýsingar:
Á heimasíðu MAN eru ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir verkstæði, eigendur og bílstjóra. Séu þær upplýsingar, sem óskað er eftir, ekki aðgengilegar á netinu er sjálfsagt mál að útvega þær gegn hóflegu gjaldi.
Fyrirspurnir og tæknilegar upplýsingar:
Gunnar Jónsson, þjónustustjóri – 567-7105 eða tölvupóstur.
VARAHLUTIR
Guðmundur Valtýsson er verslunarstjóri í varahlutaverslun og aðstoðarverslunarstjóri er Valgeir Ómarsson. Auk þeirra eru þeir Arnar Böðvarsson, afgreiðsla og vefumsjón og Radoslaw Slawinski, lager og útkeyrsla.
Í neyðartilfellum er hægt að fá afgreiðslu utan opnunartíma gegn greiðslu útkallskostnaðar kr.15.000 kr.- utan VSK. Neyðarsíminn er 896 8038.
SAMSTARFSAÐILAR Á LANDSBYGGÐINNI
Samstarfsaðilar okkar um land allt veita þér alla þá aðstoð og þjónustu sem þú þarft á að halda.
Smelltu hér til að sjá samstarfsaðila okkar.
AÐSTAÐAN OKKAR