PerformanceLine

MAN PerformanceLine pakki – Sérstaða mætir frammistöðu

Meiri kraftur, glæsilegri hönnun, betri frammistaða. Í PerformanceLine pakkanum færð þú stórglæsilegt útlit. Glansandi krómlistarnir í framstuðara ásamt þægilegum leðursætum og hágæða hljómflutningstækjum. PerformanceLine er pakki sem veitir þér sérstöðu í innanrými bílsins sem og að utan.

Þessi háklassa pakki veitir þér hámarksþægindi og tryggir að bíllinn þinn fær alltaf verðskuldaða athygli, hvar sem þú ert. Þar að auki er bíllinn vel útbúinn þegar kemur að öryggisbúnaði. Meðfylgjandi Light & Sight Basic öryggispakkinn hjálpar þér að forðast slysin og veitir aukinn áreiðanleika þegar kemur að notkun og dreifingu.

MAN PerformanceLine pakkinn er eingöngu fáanlegur í TGX útfærslu og þá með D38 eða D26 vélunum.

 

 

 

Ytra útlit Ökumannsrými
Stórglæsileg en um leið stílhrein hönnunin gerir MAN TGX PerformanceLine að eftirtektarverðum bíl. Öflugir loftlúðrarnir og sólskyggnið ofan framrúðu eru staðalbúnaður í þessum glæsilega pakka ásamt stílhreinum krómlistum í framstuðara og PerformanceLine merkingum. Sérstaða mætir þægindum: Vinnurýmið í MAN TGX með PerformanceLine pakkanum veitir fullkomna blöndu af fáguðu útliti og notagildi – aðgerðastýri með bláum saum, öflugt MAN Media Truck Advanced Sound System hljómflutningskerfi og fullkomið MAN Navigation Professional leiðsögukerfi.
Sæti Innrétting
Sætin í MAN TGX með PerformanceLine búnaði eru alger hápunktur hvað útlit og þægindi. Um leið og þú færð þér sæti þá muntu finna að þau veita fullkomin þægindi. Loftfjaðrandi sætin eru með mjóbaksstuðning og hita. Farþegasæti er einnig loftfjaðrandi, hita og með mjóbaksstuðining, en einnig stillingu á axlahæð. Leðuáklæði með Alcantara miðju, blár saumur ásamt bláum beltum og MAN ljónið í höfuðpúðanum, gefur sætunum einstakt útlit. Sérstæð samsetning lita og efnisvals vinna saman í að mynda einstakt heildarútlit með gerir innanrými MAN TGX með PerformanceLine þægilegt í alla staði, hvort sem er í keyrslu eða í hvíld. Leðurklædd sæti og leður í hurðarspjöldum, dökkbláir állistar í mælaborði og yfir á hurðaspjöld, MAN ljónið undir koju í bláum saum og bláar gardínur fyrir rúður og koju.

 

Hægt er að gera MAN TGX PerformanceLine að enn sérstæðari bíl með Individual aukabúnaði.