MAN Individual

Gerðu bílinn að þínum með sérstökum aukabúnaði fyrir MAN, gerðan af MAN.

Vertu sjálfum þér og öðrum hvatning á hverjum degi og í hverri ferð. Skapaðu þitt eigið umhverfi sem þér líður vel í, hvort sem er í akstri eða í hvíld. Aktu um á MAN sem er óhjákvæmilega þinn, innan sem utan.

MAN Individual býður upp á fjölda leiða til að móta innréttingu og betrumbæta ytra útlit bílsins þíns. Allt frá sérstökum merkingum, ryðfríum ljósabogum og LED lýsingu að sérstæðri leðurinnréttingu. Í boði er einnig hillueining fyrir ofan koju sem inniheldur örbylgjuofn, kaffikönnu og LED sjónvarpsskjá, ásamt geymsluhólfum. Í þessari hillueiningu er einnig LED ljós með breytilegum litum, þannig að þú getur stillt andrúmsloftið eftir þínu höfði.

Hallaðu þér í kojunni eða leggstu aftur á hengirúmið sem fest er í annan endan við vegg ökumannshússins og horfðu á uppáhaldsmyndina þína er þú hvílir þig eftir góða ferð. Snúanlegt farþegasæti gerir þér kleift að horfa á sjónvarpið í þægilegu sæti.

MAN býður upp á sérsniðna hönnun, sérstaklega löguð að þægindum í ökumannsrými og heillandi aukahlutum að utanverðu. Þinn bíll, eftir þínu höfði. Frá MAN.

MAN Individual nær yfir alla vörulínu MAN og býður upp á ótrúlega möguleika þegar kemur að ytra útliti sem og innanrými, ásamt auknum þægindum og efnisvali. Sérsniðnar óskir þínar eru gerðar að veruleika hjá MAN Individual.

 

Sem dæmi um möguleikana sem MAN Individual hefur upp á að bjóða fyrir MAN TGX:

Að utan Að innan
MAN merkingar á hliðar
Ryðfrír ljósabogi á topp
Ryðfrír ljósabogi undir stuðara
Ryðfrír ljósabogi á stuðara
Ryðfrír ljósabogi undir hliðar
Ljós á undirvagn bílsins, vatnskassa og MAN merki
Ryðfrí þrep
… og fleira
Leðurstýrishjól með lituðum saum
Snúanlegt farþegasæti
Borð við snúanlegt farþegasæti
LED lýsing með stillanlegum lit
Niðurfellanlegur 15.6″ LED skjár með DVB-T2 loftneti
Hillueining með örbylgjuofn, kaffikönnu og geymsluhólfum
Hengirúm
Ísaumað MAN ljón undir koju
… og fleira

 

Vinstri: Stillanleg LED lýsingin í hillueiningunni gefur þér færi á að stilla stemmninguna í bílnum þínum.

 

 
  Hægri: Snúanlegt farþegasæti gefur þér þægilegt sjónarhorn á sjónvarpið og borðið gerir þér kleift að njóta matarins eða vinna í tölvu á meðan slakað er á. Með hengirúminu getur þú komið þér fyrir í þægilegri legustöðu. (Myndir af MAN TGX EVOLION)
Vinstri: Hillueiningin fyrir ofan kojuna er frábær viðbót við glæsilegan bíl. Aukið geymslurými eitt og sér er kostur en örbylgjuofninn og kaffikannan gefa aukið notagildi.  
  Hægri: Ryðfríir ljósabogar með LED lýsingu gefa kröftugt útlit og MAN-ljónið á hliðinni veitir sterkan svip. (Myndir af MAN TGX LION PRO Edition)

 

ATH: MAN EVOLION og MAN LION PRO Editon eru eingöngu fáanlegir í 6-hjóla útfærslum