Nú eftir áramót munu nýju MAN TG húsin koma með uppfærðri innréttingu. Þessar uppfærslur eru gerðar með því hugarfari að auka þægindi og aðgengi fyrir ökumann, sem og farþega.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:
- Val er á milli ljósbrúnnar og grárrar innréttingar.
- Gírveljarinn er nú kominn í mælaborðið fyrir neðan aðgerðartakkana og er auðvelt að ná til hans.
- Kælibox er nú komið undir koju og hægt að draga fram til að opna. Þetta eykur gólfpláss milli sæta til muna.
- LCD litaskjár í háupplausn í mælaborði er nú auðlesanlegri og skarpari.
- Nýir glasahaldarar sem halda betur um ílát, bæði fyrir ökumann sem og farþega.
- Vegghilla á baki, með meðal annars ljósa-, og rúðutökkum, 12V og 24V tengi, USB-tengi og vekjaraklukku.
- Lesljós á armi á vegghillu. Einnig er ljós á armi fyrir efri koju, ef tvær kojur eru.
- Betri hljóðeinangrun er í boði, en hún dregur úr veg- og umhverfishljóðum um 8%.
- Takkar fyrir ljósabúnað sem ekki er notaður á meðan á akstri stendur eru komnir fyrir ofan rúðu.
- Adaptive Cruise Control (nánar hér) og RIO Box (nánar hér).
Hægt er að skoða uppfærða innréttinguna í 360° hér.
Nánar á heimasíðu MAN.