TÜV Report 2015 – MAN með nýtt met sem styrkir leiðandi stöðu fyrirtækisins sem áreiðanlegasti vörubifreiðaframleiðandinn: MAN vörubifreiðar eru að mestu gallalausar í alhliða ástandsskoðun TÜV og bera af miðað við bifreiðar frá samkeppnisaðilum.
Í skýrslu TÜV um vörubifreiðar fyrir árið 2015 (TÜV Report Nutzfahrzeuge 2015), stendur MAN sig frábærlega fjórða árið í röð með mestan fjölda bifreiða sem stóðust skoðun án athugasemda. Allar gerðir vörubifreiða MAN eru TGL, TGM, TGS og TGX bera af hvað varðar lægstu tíðni galla og bilana yfir alla aldursflokka. Þegar eins árs bifreiðar eru skoðaðar með tilliti til galla- og bilanaleysis, þá tókst MAN enn eina ferðina að bæta met fyrra árs, en 85.9% bifreiða stóðust skoðunina. Meira að segja í flokki eldri bíla (tveggja til fimm ára), var fjöldi þeirra sem stóðst skoðunina og töldust galla- og bilanalausir, yfir meðallagi. Samkvæmt TÜV Report 2015, er „65.6 prósent fimm ára bifreiða met sem stendur í dag“.
Reglubundin viðhaldsþjónusta fagaðila borgar sig
„Fjórða árið í röð, er MAN í forystu í TÜV Report um vörubifreiðar. Það fyllir mig stolti“ segir Heinz-Jürgen Löw, sölu- og markaðsstjóri MAN Truck & Bus. „Sú staðreynd að fjöldi MAN bifreiða sem standist skoðunina án nokkurra vankanta sé yfir meðallagi, mun gera viðskiptavini okkar ánægða, því það sparar þeim fé. Matið sýnir, jafnvel eftir sölu, að viðskiptavinir geti treyst á MAN sem áreiðanlegan samstarfsaðila og að þeir eru í góðum höndum á þjónustuverkstæðum okkar.“
Aukning á MAN viðhalds- og þjónustusamningum er einnig sönnun á þessu. Reglubundin viðhaldsþjónusta framkvæmd af fagaðilum borgar sig fyrir eigendur sem og notendur vörubifreiða: bifreiðar í flotanum eru tilbúnar til notkunnar, frekar en að þurfa óáætlaðar ferðir á verkstæði vegna vanrækslu í þjónustu og/eða viðhaldi.
Í skýrslu TÜV um vörubifreiðar, metur Association of TÜV e.V. í samstarfi við þýska ritið Verkehrsrundschau, niðurstöður á vörubifreiðum á aldursbilinu eins til fimm ára úr árlegri ástandsskoðun. Hægt er að nálgast skýrsluna á eftirfarandi hlekkjum: