Nýr TGX: Þ. Sigurðsson

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Í dag afhentum við Þ.Sigurðssyni nýjan MAN TGX 33.640 og er þessi mikið fyrir augað!

Bíllinn er vel útbúinn af aukahlutum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá eru nýjustu tveir bílarnir hans Þrastar gríðarlega flottir.

Metec bogar voru að sjálfsögðu settir á bílinn og í þetta sinn í svörtum lit. V-MAX toppbogi, F-Liner undirbogi, S-Liner hliðarbogar og hinir nýju Aerokit bogar aftan á hús og felguhringir að aftan.

Að venju settum við Ledson ljósabúnað á bílinn: Pollux9+ með blikki á toppbogann, Helix með blikki í þrepaskápa og aftan á hús, Orbix+ 14″ ljósabarir í stuðara, blikkljós í grill og svo Luna vinnuljós. Í grillið og á hurðarvængi settum við svo Ledson ljósaborða, sem hægt er að skipta úr hvítu í appelsínugult en í raun er hægt að skipta á milli hvítra og appelsínugulra parkljósa í Ledson ljósunum. Að innan settum við græn Watermelon ljós í topp og undir mælaborð, sem og grænt Glowstrip í mælaborð, allt frá Ledson.

Þar að auki settum við hliðarplöst á bílinn, bakkmyndavél, gangplötur á grind, LED stafi í grill, örbylgjuofn í skáp fyrir ofan framrúðu og upphitaðar rúðuþurrkur, svo fátt eitt sé nefnt.

Þann svarta fékk Þröstur afhentan á afmælisdeginum sínum, en í þetta sinn var nýr bíll afhentur á afmælisdegi Óskars Mána, sem er sonur Þrastar.

Við óskum Þresti og Óskari til hamingju með bílinn og Óskari Mána innilega til hamingju með afmælið!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *