Í dag afhentum við Þresti Sigurðssyni einn þann flottasta – nýjan MAN TGX 33.580.
Ákveðið var að gefa bílnum rautt þema og það verður að segjast að útkoman er virkilega flott, enda spila svarti og rauði liturinn gríðarlega vel saman.
Metec bogar voru að sjálfsögðu settir á bílinn, í fagurrauðum lit. Topp- og undirbogi ásamt bakboga með innbyggðum vinnuljósum. Auk þess voru settir Metec nafhattar og LED prófílar á hliðarnar. Að venju breyta Metec bogar útlit bílsins svo um munar.
Næst var bíllinn ljósaður upp með ýmsum ljósum frá LEDSON. Pollux+ 9″ kastarar með strobe, Helix vinnuljós með strobe, Orbix+ 14″ ljósabarir í framstuðara, appelsínugult park í framljós og svo ljósaborðar undir vindskeiðar.
Við óskum Þresti og Valtýri bílstjóra hjá Þ.Sigurðssyni til hamingju með bílinn!
Þröstur Sigurðsson, eigandi Þ.Sigurðsson ehf, Erlingur Örn Karlsson og Jóhann Pétursson, sölumenn Krafts. Með þeim á myndinni er sonur Þrastar.
Þröstur Sigurðsson og Valtýr Sigurður Ísleifsson, kallaður Týri, ásamt syni Þrastar.