TGE: Ótroðnar slóðir

Arnar Fréttir Leave a Comment

MAN Truck & Bus sviptu hulunni af sendibíl í Austurríki fyrir áður óhugsandi aðstæður. Þessi MAN TGE 3.180 4X4 er útbúinn með sérstökum beltabúnaði sem gerir ökumanni mögulegt að keyra um snæviþaktar brekkur eða moldarfen, jafnvel að vetrarlagi, til að komast að t.d. skíðasvæðum, hótelum eða skíðalyftum.

„Þú svífur á snjónum, það er æðislegt“, segir Martin Zeller, deildarstjóri hjá MAN Truck & Bus Innsbruck, er hann lýsir reynslu sinni af þessum beltabreytta TGE. MAN þjónustuverkstæðið sem hann stýrir hefur breytt hefðbundnum götubíl, í torfæruundur. „TrackSystems – hönnuður og framleiðandi búnaðarins – er einnig staðsett í Tyrol og í sameiningu vildum við sýna að þessi óhefðbunda samsetning virkar vel með MAN TGE“ segir Zeller. Upphafið að þessari breytingu má rekja til tveggja sölumanna í Austurríska héraðinu Tyrol: Thomas Kofler og Fabian Bonora. Útkoman hefur heillað alla þá sem hafa séð bílinn. Bros eyrnanna á milli er staðalbúnaður!

Þennan háfjalla sendibíl er sem dæmi hægt að nota af umsjónarfólki skíðalyfta í fjalllendum. Þar sem bíllinn er með sætjafjölda fyrir 8 farþega auka ökumanns, þá getur bíllinn flutt fólk sem og vörur. Að þjónsta fjallasvæði með vörusendingar, jafnvel að vetri til, ásamt því að flytja fólk þægilega um snjóklæddar fjallshlíðar að alpahótelum, er nú mögulegt með þessum belta-TGE.
Þessi breyting er möguleg á allar gerðir MAN TGE.

Það sem er merkilegt er, að breytingin tekur ekki meira en klukkustund, eða þar um bil. Að setja beltabúnaðinn undir eða taka undan, er ekki ólíkt dekkjaskiptum. Það þarf ekki að fara á sérstakt verkstæði. Sérstök festiplata er fest á hjólnafið með felguboltum bílsins og tryggir hún rétta og trausta ásetningu búnaðarins. Þessi auðvelda breyting gerir það einnig mögulegt að nota bílinn allan ársins hring, sé þess þörf: Beltadrif á veturna, dekk á sumrin. Viðbætt þyngd, sé miðað við hefðbundin dekk og felgur, er um 300kg og eykst heildarbreidd bílsins upp í 2.40 metra.

Í utanvegaakstri, getur bíllinn hæglega verið á 25 til 50km hraða á klukkustund og yfirleitt er mælt með fyrsta til þriðja gír í 8-þrepa sjálfskiptingunni fyrir notkun á þessum búnaði. Þökk sé Seikel grind, sem er hækkun um um það bil 3cm, þá hefur Innsbruck bíllinn nægilega hæð frá vegi til að takast á við erfiðar aðstæður. Beltabúnaðurinn nýtist við diskabremsukerfi bílsins og þarf engar breytingar þar. Hins vegar er vert að taka fram, að þegar beltabúnaðurinn er undir bílnum, má hann ekki keyra um á götum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *