Störf í boði

Arnar Fréttir Leave a Comment

Bifvélavirki / Vélvirki

 

Við óskum eftir að ráða bifvélavirkja eða vélvirkja á vörubílaverkstæði okkar að Vagnhöfða 1-3.
Vinnutími er frá 8-18 mánudag til fimmtudags og 8-15 á föstudögum.

Helstu verkefni og ábyrgð:
Bilanagreiningar, viðgerðir og viðhald á MAN vöru- og hópbifreiðum og Bucher götusópum.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Sveinspróf í bifvélavirkjun / vélvirkjun.
Góð samskiptafærni og þjónustulund.
Góð íslensku og ensku kunnátta.
Metnaður til að auka þekkingu og færni.
Almenn tölvukunnátta.
Stundvísi.
Ökuréttindi – meirapróf er kostur.
Reykleysi

Nánari upplýsingar veitir Björn Erlingsson í síma 892-1068 eða bjorn@kraftur.is

 

 

Útkeyrslu- og lagerstarf

 

Við óskum eftir að ráða starfskraft í varahlutaverslun okkar að Vagnhöfða 1-3.

Stutt lýsing á starfi:
Móttaka og frágangur á varahlutasendingum.
Útkeyrsla á varahlutum til flutningsaðila og almenn sendlastörf.
Önnur tilfallandi störf á lager.
Krafist er góðrar íslenskukunnáttu, bílprófs og skipulagðra vinnubragða.
Einhver tölvukunnátta er æskileg.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð.

Starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Nánari upplýsingar veitir Björn í síma 892-1068 eða bjorn@kraftur.is

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *