Starfsmaður í verslun

Arnar Fréttir

KrafturLogoKraftur hf. óskar eftir að ráða starfskraft í verslun.

Um er að ræða almenn lagerstörf og afgreiðslu varahluta, ásamt útkeyrslu og öðrum tilfallandi störfum. Fastur vinnutími er frá 9 til 18 alla virka daga.

Viðkomandi þarf að vera íslenskumælandi og hafa góða enskukunnáttu, ásamt því að vera stundvís og samviskusamur. Bílpróf og góð, almenn tölvukunnátta, ásamt hreinu sakarvottorði, er skilyrði.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Áhugsamir sendi umsókn á bjorn@kraftur.is – Fullum trúnaði heitið.