Stærsta pöntun á MAN TGE

Arnar Fréttir Leave a Comment

Falck Danmark A/S, sem sérhæfa sig í sjúkraflutningum og neyðarþjónustu, hafa skrifað undir stóran samning við MAN Truck & Bus um kaup á MAN TGE sendibifreiðum. Þessi samningur þýðir að Falck mun að mestu nýtast við MAN sendibíla í fimm löndum sem fyrirtækið er með starfsemi í, yfir sex ára tímabil. Áætlað er að fjöldi MAN TGE sendibíla sem Falck mun fá afhenta, muni vera um 2.500 bílar.

Falck Group er staðsett í Kaupmannahöfn og býður upp á neyðarþjónustu á alþjóðavísu. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 30.000 manns í 35 löndum. Meðal tækja sem Falck hefur yfir að ráða eru björgunarbílar, slökkvibílar, sjúkraflutningabílar og hjólastólabílar, svo eitthvað sé nefnt.

Þessi samningur er sá stærsti sem undirritaður hefur verið um kaup á MAN TGE. Munu bílarnir verða til taks í fimm af starfslöndum Falck, það er, í Danmörku, Þýskalandi, Svíþjóð, Spáni og Bretlandi. MAN mun útvega bílana á meðan búnaður og ábyggingar eru í höndum þekktra ábyggjenda og að stöðlum Falck. Fyrstu pantanir sem falla undir þennan samning, hafa þegar verið lagðar inn.

Árið 2019 pantaði danska deild Falck 132 MAN TGL frá MAN Lastbiler Danmark, ásamt 19 TGE sendibílum. Falck Ambulance UK í Bretlandi, leggur mikið traust á MAN TGE þegar kemur að sjúkraflutningabílum. Í heildina hafa 92 TGE sendibifreiðar verið afhentar þar.

„Þökk sé aðlögunarhæfni okkar í ábyggingamálum, sem MAN hefur nýtt sér til fulls í vörubílageiranum í áratugi, þá getum við tryggt hnökralausa úrvinnslu og mestu gæði á öllu ökutækinu. Aðeins með samstarfi við ábyggjendur getum við veitt viðskiptavinum okkar öryggi og einföldun í daglegum rekstri. Það er meginmarkmið okkar hér hjá MAN.“ segir Thomas Herzog, yfirmaður Key Account Van hjá MAN Truck & Bus.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *