MAN hafa afhent níu TGS 8×4 björgunarbíla, sem hafa nú þegar hafist handa við þjónustu í Rússnesku borginni Sochi, þar sem Vetrarólympíuleikarnir 2014 fara fram. Með aukningu nýbygginga á svæðinu við Svartahafsströndina, hafa kröfur um skilvirkari umferð aukist.
Hinir fjögurra öxla, 480 hestafla MAN bifreiðar munu hjálpa til við að fjarlægja hindranir af umferðaræðum í snarhasti, svo sem eftir árekstra. 41-tonna bifreiðarnar eru hannaðar og smíðaðar með það í huga að draga rútur og flutningabíla í þyngri kantinum.
Nýju TGS dráttarbílarnir verða einnig notaðir til að halda almenningssamgöngum gangandi án vandræða. Þetta er sérstaklega mikilvægt um þessar mundir, þar sem rútufloti Sochi borgar hefur verið stóraukinn. Rútur sem lágt er undir og með lágu gólfplani eru ekki undanskildar þjónustu MAN dráttarbílanna. Spilvindurnar hafa 53 tonna dráttarafl. Aðalbóman ásamt lágsettri hjólalyftu geta lyft 31 tonni.
Eftir að þjónustu þeirra í Sochi lýkur, munu bílarnir með hinu auðþekkjanlega ljóni á grillinu, og yfirbyggingu smíðaða af rússneska fyrirtækinu V-Kran, verða notaðir sem þungadráttarbílar við almenningssamgöngur um allt Rússland.