Slökkvilið Vatikansins fær MAN TGE

Arnar Fréttir Leave a Comment

Francis páfi blessaði nýjan MAN TGE sem MAN Truck & Bus Italia gaf Vatikaninu. Gjöf þessi er framlag MAN Truck & Bus í brunavarnir við þyrlupall sem staðsettur er innan Vatikansins. Slökkvilið Vatikansins veitti MAN TGE bílnum móttöku, en hann er með flokkahúsi og ábyggingu fyrir slökkvistarf.

Francis páfi blessar hinn nýja MAN TGE slökkvibíl 

MAN Truck & Bus vill viðhalda samfélagslegri ábyrgð sem endurspeglast í þessari gjöf. Viðstaddur afhendingu bílsins og blessun páfans var stjórnarformaður sölu- og markaðssvis MAN Truck & Bus, Göran Nyberg.

Göran Nyberg og Francis páfi takast í hendur við afhendingu bílsins

Hinn nýi MAN TGE sem afhentur var slökkviliði Vatikansins er búinn bifreiðatækni nútímans og er útbúinn þeim helsta hátækni- og björgunarbúnaði sem til þarf við slökkvistarf. Vatnsdælubyssa er staðsett fyrir ofan ökumannshús og dælir jafnt vatni sem froðu með fjarstýringu frá ökumannssæti, sem gerir slökkviliði að kleift að hefja slökkvistarf í öruggu umhverfi. Hækkanlegur ljóskastari auðveldar slökkviliðinu starfið í myrkri eða í slæmu skyggni.

MAN TGE 6.180 bíllinn mun einnig vera stuðningur við neyðarsjúkraflug til og frá þyrlupalli Vatikansins, í samstarfi við Bambino Gesù barnaspítalann í Róm. Francis páfi hefur alltaf fylgst vel með og haft samkennd með yngri sjúklingunum auk þess að bjóða þeim í samverustund í bústað hans í Santa Marta.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *