#SimplyMyTruck

Arnar Fréttir Leave a Comment

Ný kynslóð MAN vörubifreiða var kynnt í febrúar á þessu ári og á síðustu misserum hafa þeir verið að koma á götur Evrópu, þar með talið hér á Íslandi en sá fyrsti var formlega tekinn í notkun núna fyrr í nóvember.

Miklar breytingar hafa verið gerðar á bílnum. Nýtt ytra útlit og algerlega endurhönnuð innrétting þar sem gott starfsumhverfi og aðgengileiki er í fyrirrúmi.

Fjöldi tækninýjunga og þægindamöguleika er í boði í nýja bílnum og hefur MAN notað myllumerkið SimplyMyTruck til að undirstrika að viðskiptavinurinn getur algerlega gert bílinn eftir sínu höfði, hvort sem það er fengið með samsetningu valkvæðs aukabúnaðar auk ríkulegs staðalbúnaðar, eða að viðbættum séróskum í gegnum MAN Individual.

Smelltu á hlekkina hér fyrir neðan til að kynna þér nýja kynslóð MAN vörubifreiða og sölumenn okkar eru ávallt reiðubúnir í að veita þér nánari upplýsingar.

MAN TGXMAN TGSMAN TGM og TGLMAN Individual

Hér fyrir neðan eru myndbönd sem MAN Truck & Bus hefur búið til fyrir #SimplyMyTruck til að kynna nýja bílinn.

 

MAN Individual

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *