Nýr MAN TGX er væntanlegur til okkar og að sjálfsögðu kemur ný vörulína frá Metec fyrir nýja bílinn.
Líkt og áður eru toppbogar og stuðarabogar, sem og hliðabogar, í boði, með og án LED. Væntanleg er stuðaragrind fyrir kastara.
Toppbogarnir koma með festingum og lögnum fyrir allt að 4-6 kastara, en það fer eftir týpu hve marga kastara boginn tekur.
Hægt er að fá bogana krómaða, svarta eða í lit samkvæmt RAL litakerfinu.
- V-MAX fyrir GM hús. Allt að 6 ljós. Með og án LED.
- V-MAX fyrir GX hús. Allt að 6 ljós. Með og án LED.
- WIDE fyrir GM hús. Allt að 6 ljós. Með og án LED.
- WIDE fyrir GX hús. Allt að 6 ljós. Með og án LED.
- MAX fyrir GX hús. Allt að 4 ljós. Með og án LED.
- CROSSBAR fyrr GX hús. Allt að 6 ljós. Með LED.
- HYDRA fyrir GX hús. Allt að 6 ljós. Með og án LED.
- F-LINER. Með og án LED.
- K-LINER. Með og án LED.
- S-LINER fyrir 3600mm hjólabil. Með og án LED.