Nýr TGX: Vörumiðlun

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Í dag tók Vörumiðlun við nýjum MAN TGX 26.580 PerformanceLine og veitti Elvar Bjarki bílnum móttöku. Er þetta annar nýi MAN TGX sem Elvar tekur við fyrir hönd Vörumiðlunar.

PerformanceLine útlitspakkinn inniheldur til dæmis blá sætisbelti, bláa sauma í sætum og stýrishjóli, bláar gardínu og bláa skrautlista í mælaborði og hurðaspjöldum.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur Elvar bætt eigin handverki við bílinn: sólskyggni, ljósaskilti á topp, állistar með lengdarljósum og fleira.

Við óskum Vörumiðlun og Elvari til hamingju með nýja bílinn!

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *