Nýr TGX: Vörumiðlun

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Vörumiðlun fengu á dögunum afhentan nýjan MAN TGX 26.580 PerformanceLine.

Erlingur Örn Karlsson afhenti Jóni Gauta Gautasyni hjá Vörumiðlun, bílinn.

Bíllinn er vel útbúinn, en í honum eru t.d. PerformanceLine leðursæti og leðurstýri, en MAN-ljónið er þrykkt í höfuðpúðana og eru bæði sæti og stýri með bláum saumum. Bláir tónar eru víða um ökumannsrými bílsins, svo sem blá öryggisbelti og gardínur, en einnig eru bláleitir listar í mælaborði og hurðaspjöldum.

Gólfpláss er meira en áður, en kælibox og geymslubox ásamt ruslafötu, er nú undir kojunni og er útdraganlegt.

Við óskum Vörumiðlun til hamingju með bílinn!

 

Jón og Erlingur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *