Nýverið afhentum við Víði og Öldu nýjan MAN TGX 26.640.
Víðir hefur verið harður MAN-maður síðan á áttunda áratugnum og hefur hann átt fjórtán MAN bíla – 2 sem keyptir voru notaðir og 12 hefur hann fengið afhenta nýja hér hjá Krafti. Fyrsti bíllinn var 1970 árgerð, sem hann eignaðist notaðan og árið 1987 kom fyrsti nýi bílinn á götuna.
Líklega hafa fáir ekið fleiri kílómetra á vegum Íslands en Víðir, en sjálfur taldi hann kílómetrana vera vel yfir 5 milljónir á MAN, en aðrir telja þó að hann hafi ekið nær 7 milljónum kílómetra á vörubifreiðum, flesta á MAN.
Við afhendingu bílsins fullyrti Víðir að þetta væri síðasti bíllinn sem pantaður yrði og því gæti síðasti kaflinn í aksturssögu Víðis og Öldu verið að hefjast – en hver veit nema það bætist við framhaldssaga.
Kraftur óskar Víði til hamingju með nýjasta og mögulega síðasta bílinn!
Víðir, Alda og Jói við afhendingu nýja bílsins – Verður þetta sá síðasti?