Nýr TGX: SG Vélar ehf

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir

Í dag afhentum við Stefáni Gunnarssyni, frá Djúpavogi, nýjan og einstaklega fallegan MAN TGX 26.640 6×4 BLS.

Um er að ræða 50 ára afmælisbíl Krafts og er hann allur hinn glæsilegasti að utan sem innan.

Jóhann Pétursson, sölumaður, afhenti Stefáni bílinn í dag.

Kraftur óskar Stefáni og SG Vélum ehf til hamingju með gripinn.