Nýr TGX: SG Vélar

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Einn sá allra flottasti var afhentur nýjum eiganda í dag – SG Vélar tóku við MAN TGX 26.640 með D38 vél – að sjálfsögðu í Nightfire Red lit!

Erlingur Örn Karlsson, sölumaður, afhenti Stefáni Gunnarssyni bílinn. SG Vélar bæta því enn einum glæsibílnum í flota sinn af MAN bílum, sem fyrir var glæsilegur.

Bíllinn er útbúinn öllu því flottasta sem í boði er í dag: leður á sætum og stýri, kæliskápur, örbylgjuofn, kaffivél og svo mætti lengi telja. Sérstök geymslueining fyrir ofan koju hýsir fyrrnefnan örbylgjuofn og kaffivél, auk þess að geymslurými er mun meira en áður.

Bíllinn kemur með stórum toppboga, þar að auki voru settar á hann hliðar með hliðarbogum, stuðarabogi með kösturum sem og þrískiptur undirbogi, nafkoppar og álklæðning á grind.

Á myndum hér fyrir neðan má sjá að bíllinn er gríðarlega fallegur.

Við óskum Stefáni Gunnarssyni hjá SG Vélum til hamingju með nýja bílinn!

Stefán Gunnarsson og Erlingur Örn Karlsson

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *