Nýverið tóku S.V. Bílar við einum flottasta MAN sem komið hefur á götuna, MAN TGX 26.580 PerformanceLine.
Bíllinn er gríðarlega vel útbúinn, svo sem leðursætum, myndavélakerfi, þar með talið nýrri hliðarmyndavél sem sýnir blindhorn bílsins en með henni er skjár ofan á mælaborði farþegamegin, kælihólfi og margt fleira.
Fyrir ofan koju er aukið geymslulpláss en þar er einnig örbylgjuofn, kaffivél og sjónvarp sem er fellt niður. Stillanleg LED-lýsing er utan um þessa innréttingu og gefur hún skemmtilega stemmingu inni í bílnum,
Þar að auki er innrétting með bláum tón, það er, blá öryggisbelti, bláir saumar í sætum og stýri, bláir skrautlistar í mælaborði og hurðarspjöldum og blá gardína fyrir koju.
Á bílinn var einnig sett hliðarsett með ljósarörum og slík rör eru einnig undir framstuðara.
Við óskum S.V. Bílum til hamingju með gripinn!
Jón Bragi Brynjólfsson hjá S.V. Bílum
Mynd: S.V. Bílar á Facebook