Nýr TGX: Fóðurblandan

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Á dögunum tók Fóðurblandan nýjan og stórglæsilegan MAN TGX í notkun.

Um er að ræða TGX 26.500 6×4 LL með fóðursíló frá Spitzer-Silo í Þýskalandi. Húsið er millihátt (XLX) og er bíllinn útbúinn öllu því helsta.

Við óskum Fóðurblöndunni til hamingju með nýja gripinn!

Spitzer-Silo hóf starfsemi sína áið 1872 í Elztal í Dallau í Þýskalandi. Þar starfa nú 380 starfsmenn í 325.000 fermetra verksmiðju. Fyrirtækið framleiðir yfir 850 ábyggingar á ári sem settar eru á bíla, vagna fyrir dráttarbíla og kerrur. Um er að ræða rótgróið og metnaðarfullt fyrirtæki sem vandar vel til verka og mikils metið á heimsvísu.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *