Nýr TGX: Fóðurblandan

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Á dögunum tók Fóðurblandan við nýjum MAN TGX 26.500. Bíll og búnaður frá Vm Tarm er allur hinn glæsilegasti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Grímur Eiríksson, sölumaður hjá Krafti, afhenti þeim Jóni Inga Ólafssyni, leiðtoga fóðurdreifingar Fóðurblöndunnar og Óskari Svani Erlendssyni, fóðurbílstjóra, bílinn og óskum við þeim til hamingju!

Vm Tarm er fyrirtæki staðsett á vestanverðu Jótlandi. Þetta er stór og stækkandi tanksmiður sem smíðar tankbíla og kerrur fyrir allt sem flutt er með slíkum búnaði, allt frá mjólk í slamm niður í tað.

Ökutækið sem og kerran sem Fóðurblandan fékk afhent hjá okkur er allt hið vandaðasta, hlaðinn búnaði fyrir starfsmenn Fóðurblöndunar til að koma fóðri í fjórfætlinga og fiðurdýr.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *