Nýverið afhentum við Sveini Orra Harðarsyni Norðdahl, Orra, hjá OH Flutningum ehf nýjan MAN TGX 26.580 í Nightfire Red lit og er hann hlaðinn aukabúnaði.
Bíllinn kemur með hæstu gerð af húsi og stóra toppboganum ásamt undirboga. Að auki var hliðarsett og ljósabogar þar undir, sett á bílinn.
Erlingur afhenti Orra bílinn og við óskum honum til hamingju með nýja gripinn, sem er eins og sjá má, með þeim flottari!