Í dag afhentum við Vinnuvélum Símonar, Skagafirði, gríðarlega flottan MAN TGS 33.510 í Nightfire Red lit.
Bíllinn er með glussakerfi, útbúinn fyrir snjómokstur og þar að auki vel búinn ljósabúnaði. Bíllinn er hlaðinn búnaði að innan sem utan og það má með sönnu segja að þetta sé einn glæsilegasti MAN TGS á götunum.
Jóhann Pétursson, sölumaður, afhenti Rúnari Símonarsyni bílinn.
Til hamingju, Vinnuvélar Símonar!
Rúnar Símonarson og Jóhann Pétursson