Nýr TGS: Þ.S. Verktakar ehf

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Í dag afhentum við Þ.S. Verktökum ehf nýjan MAN TGS 33.520 6×6.

Bíllinn er útbúinn fyrir snjómokstur og sáu Steinvélar ehf um ísetningu á HYVA glussakerfi og Mählers snjótannabúnaði ásamt annarri smíði.

Settir voru Metec ljósabogar á topp og undir framrúðu og ljós eru frá LEDSON.

Við óskum Þresti og Þ.S. Verktökum ehf til hamingju með nýja bílinn!

 

Björn Erlingsson, framkvæmdastjóri Krafts og Þröstur Stefánsson, eigandi Þ.S. Verktaka

 

Jóhann Pétursson, sölumaður hjá Krafti og Þröstur Stefánsson, eigandi Þ.S. Verktaka

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *