Í dag afhentum við Þ.S. Verktökum ehf nýjan MAN TGS 33.520 6×6.
Bíllinn er útbúinn fyrir snjómokstur og sáu Steinvélar ehf um ísetningu á HYVA glussakerfi og Mählers snjótannabúnaði ásamt annarri smíði.
Settir voru Metec ljósabogar á topp og undir framrúðu og ljós eru frá LEDSON.
Við óskum Þresti og Þ.S. Verktökum ehf til hamingju með nýja bílinn!