Nýr TGS: Landsvirkjun

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Landsvirkjun fengu afhentan nýjan MAN TGS með öllu því helsta sem nýr TGS hefur upp á að bjóða. Bíllinn kemur skömmu eftir 20 ára afhendingarafmæli bílsins sem nú er verið að skipta út.

Stefán, eða Stebbi í Kröflu eins og hann er oft kallaður, hafði verið á E2000 33.464 árgerð 2001 eða alveg frá því hann var nýr. Sá bíll hafði reynst Stebba virkilega vel alla tíð en hann er nú kominn í góðar hendur enda eigulegur bíll.

Nú var hins vegar kominn tími á endurnýjun og að sjálfsögðu varð MAN fyrir valinu – í þetta skiptið TGS 33.510 6X6 BL CH. Krani og pallur af gamla bílnum voru færðir yfir á þann nýja en kraninn er nýlegur.

Það er virkilega ánægjulegt að afhenda Stebba nýja bílinn og við óskum honum og Landsvirkjun innilega til hamingju.

 

 

 

Nokkrar myndir af þeim gamla, sem alltaf stóð sig vel en er nú kominn í nýjar hendur:

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *