Í dag afhenti Jóhann Pétursson, sölumaður, Jonna Run eldrauðan MAN TGS 35.510.
Um er að ræða fyrsta TGS af nýju kynslóð MAN vörubifreiða sem hingað kemur. KH-Kipper pallur er á honum og víbrator í pallinum.
Bíllinn er mikið breyttur frá fyrri árgerðum bæði að innan sem utan. Vel útbúinn bíll með digital mælaborð, stærri upplýsingaskjáinn, Adaptive Cruise Control og margt fleira.
Ljósabogi frá Metec var settur á toppinn með LEDSON kösturum og vinnuljós einnig. Bakkmyndavél frá Orlaco var sett við dráttarkrók.
Við bjóðum Jonna Run velkominn aftur í hóp MAN eigenda og óskum honum til hamingju með bílinn!