Nýr TGS: Hjálparsveit Skáta í Reykjavík

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Við afhentum nýverið Hjálparsveit skáta í Reykjavík nýjan MAN TGS 35.520 8X8 BB með krókheisi frá HYVA. Þau Jói, Ásta og Daníel tóku við bílnum fyrir hönd Hjálparsveitarinnar.

Drif er á öllum hjólum sem og driflásar á öllum hásingum, ásamt handvirkum búnaði til að stilla loftþrýsting í dekkjum. Sæti eru fyrir fjóra aftur í bílnum sem hægt er að breyta í koju fyrir einn. Bíllinn var ljósaður upp með kösturum og neyðarljósum frá LEDSON. Ljósabogar eru frá METEC.

Bíllinn verður til sýnis á ráðstefnunni Björgun 24 við Hörpu núna á föstudag og laugardag, ásamt úrvali björgunarsveitartækja.

Guðmundur, sölumaður, ásamt þeim Jóa, Daníel og Ástu við afhendingu bílsins. 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *