Nýr MAN TGM 15.250 verður tekinn í notkun hjá Vegagerðinni á Hvammstanga á næstu dögum og er sá fyrri af tveimur sem klárast í standsetningu hjá okkur.
Bíllinn er með flokkahúsi, en að aftan eru sæti fyrir fjóra. Á bílnum er KH Kipper pallur með sturtun á þrjá vegu, Palfinger PK 5.501 SLD5 krani og snjótannarbúnaður, ásamt fleiru.
Hér að neðan eru myndir af gripnum og óskum við Vegagerðinni til hamingju með bílinn.