Vegagerðin fékk á dögunum afhentan nýjan MAN TGM 15.250 og bætist hann í veglegan flota af MAN bílum sem Vegagerðin hefur nú þegar til umráða.
Bíllinn fór til Zetterbergs í pall- og kranaásetningu og er hann með snjótannabúnað og saltkassa. Verklegur bíll í alla staði.
Guðmundur Bjarnason, sölumaður hjá Krafti og þeir Steinar Vignir Þórhallsson og Fjölnir Grétarsson hjá Vegagerðinni á Selfossi.