Nýr TGM: Vegagerðin

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir Leave a Comment

Vegagerðin fékk afhentan nýjan MAN nú í vikunni. Glæsilegur TGM 12.250 BL með ábyggingu frá Zetterbergs og krana frá Hiab.

Bíllinn verður til notkunar á Ísafirði.

Smíðin frá Zetterbergs er öll hin vandaðasta, en um er að ræða pall og kranaásetningu. Kraninn er með búnað fyrir ýmis verkefni. Þar að auki er vetrarþjónustubúnaður í bílnum, það er að segja, búnaður fyrir framtönn, sem og stýringar og tengingar fyrir saltkassa aftan á palli. Smíði við framtannarbúnað var unnin hér hjá Krafti.

Við óskum Vegagerðinni til lukku með enn einn MAN-inn í flotann!

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *