Nýr TGM: Hreinsun & flutningur

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir

Í vikunni afhentum við þeim feðgum hjá Hreinsun & flutningi ehf,  nýjan MAN TGM 15.290 4X2 LL með JOAB krókheisi.

Guðmundur Bjarnason, sölumaður nýrra og notaðra bíla, afhenti þeim Viggó Guðmundssyni og syni hans, Ágústi, bílinn.

Bíllinn er útbúinn JOAB Lift S15 frá Svíþjóð. Krókurinn er með sleðafærslu og dempara við lok hreyfingar er armur er látinn síga niður. Glussastýrður gámalás er að utanverðu og loftstýrðir stjórnventlar við bílstjórasæti. Í gluggapósti bílsins er svo fjarstýring með innbyggðu hleðslutæki. Glussadælan er drifin beint af vél bílsins. Auka glussatenging er fyrir krana eða annan búnað.  Undirakstursvörn er glussastýrð með 600mm færslu, sax og er rofi í ökumannshúsi.

Við hjá Krafti óskum Hreinsun & flutning til hamingju með nýja bílinn!

20160810_105000 (1280x720)Guðmundur Bjarnason, Ágúst Viggósson og hundurinn Bylur