Í fyrsta sinn mun MAN bjóða upp á sendibíla og minni flokkabíla. Fram að þessu voru 7.5 tonnin það minnsta sem MAN bauð upp á, en nú verður það 3 tonn. Með TGE kemur léttflutningabíll í hóp fjölda milli- og þungaflutningabifreiða.
Með tilkomu TGE, verður þungasvið MAN frá 3 tonnum, upp í 44. MAN er að þróast í alsherjar þjónustuaðila þegar kemur að því að veita lausn á öllum flutningsverkefnum. Með TGE, mun MAN veita alla þá þjónustu sem viðskiptavinir þeirra þekkja frá stærri bifreiðaflokkunum yfir í sendibifreiðaflokkinn. Besta lausnin fyrir viðskiptavininn er alltaf megin áherslan.
Auk lokaðs sendibíls og vinnubíls, er fjöldi möguleika á yfirbyggingum aukinn með grindarbílum með einföldu húsi eða flokkahúsi. Flokkahúsið verður fáanlegt í fjölda útfærslna. Í hinum nýja TGE verða tvær hjólhafsútfærslur, þrjár þakhæðir og þrjár bíllengdir í boði. Í lokaða sendibílnum verða lengdirnar 5.983mm, 6.833 og upp að 7.388mm. Hæðin er áætluð í 2.340mm, 2.575mm og 2.800mm. Hámarks rúmmál er 18.3 rúmmetrar. Björt og góð LED-innilýsing verður staðalbúnaður í vörurými bílsins. Grunntýpa TGE byrjar í 3.0 tonnum í leyfðri heildarþyngd og burðarmesta týpan 5.5 tonn. Dráttargeta bílsins verður 3.5 tonn. Hámarsburður 3.5 tonna bílsins verður mikill, en hann getur borið allt að 1.5 tonn af farmi.
Þegar kemur að drifrásinni verður MAN TGE fáanlegur með fram-, aftur- eða fjórhjóladrifi og eru allar útfærslurnar fáanlegar með annað hvort 6-gíra beinskiptingu eða 8-gíra sjálfskiptingu. Í MAN TGE verður ný kynslóð af díselvélum sem fyrir ári síðan komu fyrst í hinum margverðlaunaða og margrómaða Volkswagen Transporter. Langlífi og áreiðanleiki er lykilatriði. Auk þess var fjögurra sílindra vélin þróuð með strangt lífskeið flutningabíls í huga. Hagkvæmni og styrkur var í fyrirrúmi hér. 1.968 rúmsentímetra vélarnar verða fáanlegar 75kW/102hö, 90kW/122hö, 103kW/140hö og 130kW/177hö.
Innanrými bílsins er hugsað með ökumann og farþega í huga. Fjöldi vel skipulagðra hirslna og rekka eru til staðar til að hámarka skipulag og þægindi. Ökumannssæti verður fáanlegt í fjórum útfærslum og býður upp á kjörstuðning fyrir þægindi í langtímaakstri. Áklæði, fengið úr vörubifreiðalínu MAN, er slitsterkt og tryggir langlífi sætisins.
EBA (Emergency Brake Assist) verður staðalbúnaður, en með þessum búnaði mun MAN leggja sitt af mörkum í að auka umferðaröryggi. Fjarlægðarskynjarar fylgjast með ökutækjum fyrir framan TGE til að hjálpa til með að stytta bremsuvegalengd. Að auki mun EBA-kerfið sjálfkrafa bremsa niður ökutækið á lágum ökuhraða og þar með draga úr einu af algengustu tjónunum og slysum: innanbæjarárekstrum. Bakkstuðningskerfi sem og hjálparkerfi fyrir aftanívagna, eru hentugir valmöguleikar. Rafvélvæna stýrið vinnur á móti gagnstýrikröftum, t.d. sterkum hliðarvind.
Fjarlægðarstýrt „cruise control“ tryggir þægindi á lengri akstursleiðum. Þreytuskynjun og fjölöryggisbremsun auka heildaröryggi bílsins: það seinna getur komið í veg fyrir árekstur við aðrar hindranir og vegfarendur.
Sala á MAN TGE hefst í mars á næsta ári og framleiðsla fer í gang í apríl. Fyrstu löndin til að fá TGE eru Þýskaland, Austurríki, Sviss og Holland. Fyrstu afhendingar í þeim löndum eru tveimur mánuðum eftir að framleiðsla hefst. Önnur lönd innan Evrópu fá TGE afhenta síðar.
Hafið samband við sölumenn Krafts fyrir frekari upplýsingar.