Nýjar rútur afhentar

Arnar Bílar og tæki viðskiptavina, Fréttir 1 Comment

Nú fyrir helgi fengu Akureyri Excursions afhentar tvær glænýjar og gríðarlega fallegar rútur.

Um er að ræða MAN Lion’s Coach og NEOPLAN Tourliner. Báðar eru þær 49 farþega og knúðar áfram af 460 hestafla D26 Euro 6 vélum. Rúturnar eru handsmíðaðar í Tyrklandi og eru öll handtök vönduð til hins ítrasta og til fyrirmyndar. Efnaval og frágangur er í hæsta gæðaflokki og fer því vel um farþega, sem og bílstjóra.

Grímur Fannar Eiríksson, sölumaður, og Björn Erlingsson, framkvæmdastjóri, afhentu Inga Rúnari Sigurjónssyni rúturnar.

Við óskum Akureyri Excursions til hamingju með nýju rúturnar!

 

 

 

Comments 1

  1. Eru þessar bifreiðar sambærilegar þeim rútum, sem við höfum flutt inn á s.l .árum, t.a.m. öryggi o.fl. þ.h.? Eru Tyrkir vandasamir í byggingu hópferðabíla?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *